GLIMMER Á AIRWAVES

FÖRÐUNLÍFIÐ

Ég tók skyndiákvörðun í gær og skellti mér á Airwaves!

Það var ótrúlega gaman í gær en mjög kalt og mig langaði að segja ykkur frá glimmerinu sem ég var með í gær en það er svo fallegt. Ég ákvað að leyfa glimmerinu að vera aðal stjarnan um kvöldið því ég var mjög vel pökkuð inn í þykkum jakka og með risa trefil en það var ískalt að bíða röðum. Þannig ég mæli með að klæða sig vel um helgina!

Glimmerið sem ég setti á mig heitir Burning Desire og er frá Glisten Cosmetics. Þetta er glimmer gel, það þarf ekki glimmerfesti eða neitt með þessu og því mjög auðvelt að setja þetta á augnlokið. Fyrst þegar ég heyrði að þetta væri gel glimmer, þá hugsaði ég strax að þetta myndi allt fara útum allt og ekki haldast á augnlokunum en svo var ekki. Þetta hélst á augnlokunum allt kvöldið og gott betur en það, ég þurfti góðan augnfarðahreinsi til þess að taka þetta af.

Þið verðið samt að afsaka gæðin á myndunum en ég tók bara nokkrar myndir á símanum í mjög miklu flýti og mér finnst ekki sjást nógu vel hversu fallegt þetta glimmer er.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf. Færslan er ekki kostuð en inniheldur affilate links

Ég setti glimmerið á með þéttum bursta en dreifði því samt vel yfir augnlokið, ég vildi hafa þetta smá “messy” og ekki of fullkomið.

Einsog þið sjáið, þá var ég í risa stórum jakka og strigaskóm. Ég ákvað að vera í þæginlegum fötum og hlýjum, sá sko ekki eftir því.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

EINFALDAR FARÐANIR FYRIR SECRET SOLSTICE

FÖRÐUNSNYRTIVÖRURSÝNIKENNSLA

Jæja núna er Secret Solstice um helgina og ég er orðin mjög spennt. Ég er að fara í fyrsta skipti og er strax byrjuð að plana í hverju ég eigi að fara og hvernig förðun ég eigi að gera. Þið munið kannski að ég sýndi ykkur um daginn “Festival inspo” förðun en núna langar mig að sýna ykkur nokkrar farðanir í viðbót.
Mig langaði að sýna ykkur tvær mjög einfaldar farðanir fyrir Secret Solstice. Ég vildi sýna ykkur eitthvað einfalt aðallega því ég veit að það eru margir sem vilja bara gera eitthvað smá extra og eru kannski ekki að fara “all in” í förðuninni.

Ég mæli samt klárlega með að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað skemmtilegt við förðunina. Ég sjálf ætla að vera með frekar einfalda förðun en setja síðan á mig annað hvort glimmer eða litaða eyeliner-a til þess að fríska uppá förðunina.

 

Förðun #1

Fyrsta förðunin er ótrúlega einföld!

Ég gerði einfalda förðun og lagði áherslu á fallega húð, setti síðan á mig augnhár. Því næst setti ég glimmer/pallíettur frá Dust&Dance á kinnina og fyrir ofan augabrún. Ég notaði glimmerfesti til þess að festa þetta á húðina. Það er mikið hægt að leika sér með þessa vöru og hægt að setja hana allsstaðar.

Þessi litur heitir Mermaid Mix en þetta er til í allskonar litum

Þetta eru augnhárin sem ég notaði og eru þau frá Koko Lashes, heita Misha. Þau eru ótrúlega falleg og gera mikið fyrir einfalda förðun.

Förðun #2

Þessi förðun er líka mjög einföld en ég gerði aftur bara mjög einfalda förðun og setti á mig sömu augnhár.

Síðan setti ég bláan eyeliner í neðri vatnslínu og blandaði honum smá niður. Því næst tók ég hvítan blýant og teiknaði allskonar línur og punkta.

Þetta er eyeliner frá Color Pop og er ótrúlega fallega blár. Mér finnst gera heilmikið að setja lit á neðri vatnlínuna.

Síðan tók ég Jumbo Eye Pencil frá NYX í litnum Milk og gerði strik og punkta. Það er endlaust hægt að leika sér með þessa eyeliner-a frá NYX og ég mæli með að kíkja á lita úrvalið hjá þeim.

 

Vonandi fannst ykkur gaman að sjá þessar einföldu farðanir en það er auðvitað að hægt að gera svo miklu meira og ég hvet ykkur til þess að skoða Pinterest fyrir smá innblástur.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

NEW YEARS DRESS INSPÓ:

HUGMYNDIRINNBLÁSTURTÍSKAWANT

Í tilefni þess að það er gamlárs ákvað ég að henda í smá New Years dress innblástur. Eins & sést þá er ég mikið fyrir glimmer, silfur, fallega choker-a, opið bak, loðakraga & fallega síðkjóla!

Ég ætla að vera í fallegum svörtum stílhreinum kjól sem er frá Edda x Moss en hann fæst í Gallerí 17 & síðan fallegan demanta choker við! Í hverju ætli þið að vera í kvöld?

x

1 2 3 6 7 8 9 10 12 14 15 16 17 18 19  Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

Áramótahár?

ÁramótHárInnblástur

Þegar ég var svona 12 ára þá var body glimmer og glimmer hársprey staðalbúnaður ungra stúlkna og ég man það fyrir ein áramótin þá var ég bókstaflega öll útí glimmeri. Það var ekkert það allra smekklegasta og við getum sagt að það hafi verið glimmer útum allt í kringum mig en gaman var það þó! Ég hef verið að taka eftir nýju trendi sem er að skapast aftur og það er hárglimmerið. Er þetta trend ekki eitthvað sem er tilvalið til þess að nýta sér fyrir fimmtudaginn næsta. Kannski ekki taka því jafn hátíðlega og 12 ára ég gerði ;)

Ég lagðist aðeins yfir Pinterest um daginn til að finna nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að deila með ykkur…

1eb6b7dd5cf668d04ff1a3ec92535910

Fýla þetta í tætlur! Stórar og fallegar gylltar glimmer agnir…

d053b4300e44d8b473c180cbcf6a8067

Hér er sett glimmer yfir úrsér vaxna hárrót – kannski eitthvað til að seinka því að fara í litun?

2abc4fcfef0f5152172c338c7a954e51

Mér finnst einhvern vegin fallegra að setja svona stærri agnir hér og þar yfir hárið. Gefur dáldið fallega áferð og skemmtilegan glans yfir allt hárið.

4c372695b8f7dad392af0204fe916c49

Grænt glimmer í dökkt hár!

dd0a59432457732e697ff2edda781ae3

Elska þetta líka! Stórar og fallegar stjörnur – hver veit nema ég leiki þetta eftir. Hér er líka aðeins einfaldara að plokka glimmerið úr hárinu…

cc9d0c6ece6c47838cce700b66ec56f2

Allt hárið sleikt aftur og fallegt glimmer sem endurkastar birtu!

3de7fd533577c4a441c1a0052d934018

Svo er eitthvað voðalega elegant og kvenlegt við þessa einu fínu glimmerrönd!

e6ad2dac00e927d714ca7f3937875877

Kannski aðeins of mikið… En flott mynd!

f43853490514980e9f18a3bcdcce702e

 Svo fyrir ykkur sem viljið taka þetta ALLA leið!

Ég setti hárið mitt allt upp yfir aðfangadagskvöld en ég er ekki alveg búin að ákveða áramóta hárið – stjörnu glimmer hárið kemur sterklega til greina. Held það sé ekki sterkur leikur að ég fari að setja mikið af litlum glimmerögnum yfir hárið svona tveimur dögum fyrir brúðkaup ;)

Erna Hrund

Miðvikudags… Blátt Smoky!

DiorLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Stundum þá get ég alveg komið mér á óvart með frumlegheitum, en þegar maður gerir stundum fátt annað en að prófa nýjar og skemmtilegar förðunarvörur þá skortir stundum hugmyndaflugið og stundum – bara stundum dettur maður í það sama aftur og aftur. Ég fékk mjög fallega bláan augnskuggablýant um daginn og það varð úr að ég ákvað að gera bláa smoky förðun eitthvað sem ég geri ekki oft – ég er svona þessi týpíska bananaskyggingarkona nefninlega :)

Svo fannst mér þetta líka bara efni í skemmtilega miðvikudagsfærslu en það er ekkert á hverjum degi sem maður skartar blárri augnförðun með miklu glimmeri og jafnvel er hér á ferðinni förðun sem hægt er að leika eftir fyrir boð eða ball næstu helgi því í raun er þetta ein auðveldasta förðun sem hægt er að gera og sú fljótlegasta!

bláttsmoky2

Blár er fallegur litur og hann fer vel mörgum konum, ef þið eruð t.d. með grá augu með svona léttum grænum eða bláum blæ þá kallar blái liturinn fram litinn í augunum ykkar hann styrkir augnlitinn svo um munar. Hjá mér sem er með svona brún augu með léttum grænum blæ sem birstist allt í einu þá styrkist liturinn enn frekar og hann verður þéttari. Hér fyrir ofan sjáið þið glitta í græna kanta hjá mér en brúni liturinn um mið augun er enn sterkari en oft áður.

Við skulum nú aðeins fara yfir það hvernig á að fara að til að ná þessari förðun…

Eins og ég sagði þá er ég að nota nýjan augnskuggablýant. Blýanturinn er frá Dior og er úr nýrri vorlínu merkisins. Varan verður samt í föstu úrvali héðan í frá en merkið nýtir vorlúkkið til að launcha blýöntunum. Það var eitthvað við þennan bláa tón sem kallaði á mig, vísast er augljóst val að velja sér svartan lit en mér finnst alltaf skemmtilegast að sýna þessa liti sem eru kannski ekki alltaf augljóst val.

bláttsmoky10

Blýanturinn heitir Diorshow Kohl og hann er svona dökkblár en það eru til nokkrir mismunandi litir og í vorlúkkinu kom sumsé einn sem er bara með lúkkinu en hinir litirnir þar á meðal þessi haldast í úrvali áfram.

bláttsmoky9

Formúla litarins er mjög mjúk og áferðafalleg, það er lítið mál að vinna með litinn, mýkja hann og svo ef maður vill styrkja eða þétta litinn meira þá er lítið mál að bæta bara á. Svo þegar oddurinn minnkar þá er bara skrúfað upp meira magn með því að snúa endanum.

Það sem ég geri hér er að ég maka bara litnum yfir augnlokið, fyrst passa ég að fara alveg þétt uppvið augnhárin svo það verði ekkert bil. Svo nota ég blöndunar burstann til að klára dreifinguna og mýkja áferðina og jafna litinn. Svo geri ég eins meðfram neðri augnhárunum. Þetta getur ekki verið einfaldara – ef þið viljið svo bara halda lúkkinu svona þá getið þið bara bætt við t.d. svörtum eyeliner og sett maskara og svo væri þá lúkkið bara til, ég ákvað hins vegar að bæta aðeins á sem var að setja æðislegan grátóna augnskugga með glimmeri ofan á – gefa lúkkinu smá úmpf!

bláttsmoky3

Svo ég setti mono augnskuggann úr vorlúkkinu yfir bláa litinn og þessir tveir tónuðu svona svaka vel saman og úr varð svona köld blátóna glimmer smoky augnförðun. Augnskugginn heitir Fairy Grey og er sumsé grátóna með fallegri glimmeráferð sem kemur í alls konar flottum litatónum. Þið sjáið hann hér aðeins neðar í færslunni ásamt öðrum vörum sem ég notaði í lúkkið.

bláttsmoky4

Svo toppa ég bara lúkkið með blautum eyeliner, björtum kinnali, og léttum varalit. Við þetta lúkk er kannski ekta að vera með nude varalit en mig langaði það einhvern vegin ekki ég vildi gera eitthvað aðeins örðuvísi svo ég setti glansandi og nærandi varalit á varirnar svo auðvitað bara nóg af maskara. Augabrúnirnar fá helst alltaf að vera bara viltar og ég set í mesta lagi þessa dagana litað augabrúnagel á þær.

Hér sjáið þið aðrar vörur sem ég nota til að gera lúkkið – allar vörurnar þrjár á myndunum eru úr vorlúkkinu frá Dior, kinnalit í litnum Cherry Glory, Rouge Dior Baume í litnum Gala og svo mono augnskuggann í litnum Fairy Grey. Virkilega góðar vörur og Dior aðdáandinn ég er svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með þetta vorlúkk. Vorlúkkið frá Dior er eitt það stærsta í ár og hér eru frábærar vörur sem þarf ekkert endilega að tengja við vor enda sjáið þið að ég náði alveg að gera voðalega kalda augnförðun sem hæfir snjóstorminum sem hefur geysað hér síðustu daga!

bláttsmoky

 

Lakkið sem ég er með og paraði með þessari köldu förðun er svo sannarlega ólíkt því en mér fannst peach liturinn tóna fallega við þann bláa. Ég er mikill Dior naglalakka aðdáandi og ég vel þau yfirleitt fyrst fremur en önnur lökk. Eftir að nýja formúlan kom svo á síðasta ári finnst mér lökkin ennþá fallegri en áferðin minnir svo sannarlega á gel naglalökk. Mögnuð staðreynd er svo að þessu lökk endast alltaf fullkmlega hjá mér í marga daga og eru einu lökkin sem lifa það af að ég fari að merchandise-a inní Vero Moda – vegnulega rústa ég nefninlega nöglunum mínum alltaf en ekki þegar ég er með þessi lökk.

Fallegi liturinn Majesty er einn af þremur litum úr vorlúkkinu en auk þeirra er svo skemmtilegt confetti yfirlakk.

bláttsmoky11

Svona fór ég fín á starfsmannafund hjá Vero Moda um daginn – það vakti mikla lukku enda er ég yfirleitt alveg ómáluð í vinnunni svo þetta sýndi mig kannski í nýju ljósi ;) Mæli algjörlega með svona augnskuggablýöntum þeir eru svo góðir í notkun, hjálpa augnförðuninni að endast betur þar sem þeir virka líka sem primerar og svo er gaman að nota svona litaða blýanta undir ljósari skugga til að fá nýja áferð á litina.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Lúkk: Glys og glamúr!

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk skemmtilega glimmer og augnhárasendingu um daginn frá vinkonu minni henni Heiðdísi á haustfjord.is fyrir stuttu og ég hugsaði samstundis að þetta væri klárlega merki um það að ég þyrfti að fara að skella í nýtt förðunarlúkk enda alltof langt síðan síðast. Þær sem vita þó hvað er í gangi hjá mér ættu að skilja afhverju andlitið mitt hefur lítið látið sjá sig á blogginu undanfarið:)

Ég er nú ekki vön því að vera mikið með glimmer en hún Heiðdís mín er sannarlega réttmæt glimmerdrottning Íslands og það eru fáir sem komast með tærnar þar sem hún er með hælana þegar kemur að flottum glimmerförðunum! Ég reyndi þó að gera mitt besta.

Glimmerið er alveg laust en svo fékk ég með því glimmergrunn sem er algjör snilld og er svona léttur fljótandi vökvi sem maður blandar aðeins saman við glimmerið svo úr verður fullkominn blautur glimmer augnskuggi sem ég dempa svo létt yfir augnlokið. Mér fannst líka alveg magnað hvað vökvinn hélt þétt í glimmerið því það hrundi nánast ekkert þegar ég var að bera það á augun. Bara örfá korn sem höfðu greinilega ekki náð að fá nægan vökva og það var einfalt að taka þau af með hjálp límbands.

glimmerlúkk7

Hér sjáið þið lúkkið – það er heldur einfalt en í raun er þetta smoky augnförðun sem ég gerði með kremaugunskuggum og svo glimmer yfir – virkilega einfalt og fljótlegt!

glimmerlúkk3

Svo auðvitað með lokuð augun…

glimmerlúkk5

Hér fáið þið lista yfir allar vörurnar sem ég notaði til að gera lúkkið. Ég ákvað að blanda alveg vörumerkjum og gera bara með þeim sem mér fannst henta best við lúkkið. Ég valdi líka vörurnar sem ég er að nota mest, farðann hef ég verið að ofnota frá því ég fékk hann og maskarinn er einn af mínum allra uppáhalds.

Húð:
Photo Finish Water Primer frá Smashbox – Diorskin Star farði frá Dior – True Match Concealer frá L’Oreal – Contour Kit frá Anastasia Beverly Hills frá nola.is – Bouncy Blush frá Maybelline – Well Rested frá bareMinerals.

Augu:
Color Tattoo í litunum Chocolate Suade og Vintage Plum frá Maybelline – Master Precise eyeliner frá Maybelline – Grandiose maskarinn frá Lancome – Liquid Sugar glimmergrunnur frá haustfjord.is – Eye Kandy glimmer í litnum Candy Coin frá haustfjord.is – Sourcil Precision augabrúnablýantur frá Bourjois – Playing Coy og Wallflower augnhár frá SocialEyes frá haustfjord.is.

Varir:
Please Me varalitur frá MAC og Lipglass í litnum Talk Softly To Me frá MAC.

glimmerlúkk6

Ég er búin að vera að prófa mig áfram með Beautyblender svampinum fræga og ég er að fýla hann í tætlur sérstaklega áferðina sem hann gefur húðinni minni. Svampurinn er ótrúlega einfaldur í notkun og stenst algjörlega mínar væntingar og ég mæli eindregið með honum. Eitt af næstu verkefnum er að prófa mig enn betur áfram með hina svampana, gera betri myndatöku með þeim og helst líka sýnikennsluvideo en fyrst þarf ég að læra enn betur á þá.

glimmerlúkk

Þar sem ég var að gera svona ýkta augnförðun varð ég að prófa nýju gerviaugnhárin frá SocialEyes sem komu með glimmerinu og ég er að missa mig úr gleði yfir neðri augnhárunum!! Ég hef reyndar aldrei prófað svona áður og var voða klaufsk með þetta en ég er vön að nota fingurna til að setja augnhárin á mig en ég ætla að muna að nota plokkarann næst þá verður þetta eflaust einfaldara. Neðri augnhárin heita Wallflower og eru á 1590kr. Ég mæli eindregið með því að þið sem eruð hrifnar af gerviaugnhárum prófið þessu – í alvörunni þessi fullkomna alveg förðunina því umgjörð augnanna væri ekki svona flott ef það væri ekki fyrir þessi augnhár.

WALLFLOWER FRÁ SOCIALEYES Á HAUSTFJORD.IS

Ég fékk þrjú önnur augnhár í sendingunni og vinkona mín þekkir mig vel því ég vel yfirleitt sjálf augnhár í náttúrulegri kantinum sem gefa meiri þéttingu. Augnhárin heita Playing Coy og eru mislöng, en ekkert of löng svo þau gefa meiri þéttingu við rótina sem skilar sér í þéttri innrömmun utan um augun. Ég er hrifin af þessum því þau gefa svona náttúrulega umgjörð og eru ekki of áberandi.

PLAYING COY FRÁ SOCIALEYES Á HAUSTFJORD.IS

glimmerlúkk4

Ég get ekki annað en mælt eindregið með þessu skemmtilega glimmeri frá Heiðdísi en þekkjandi hana veit ég að hún valdi ekki bara eitthvað glimmer merki til að selja hjá sér. Hún valdi það besta og það sem býður uppá mest úrval og er einfaldast í notkun. Það er til endalaust af alls konar litum og t.d. var ég ótrúlega lengi að finna linkinn á litinn sem ég er með!

EYE KANDY GLIMMER Í LITNUM CANDY COIN Á HAUSTFJORD.IS

glimmerlúkk2

Fullkomið kvöld- og helgarlúkk ekki satt! Ég er alveg að missa mig úr aðdáun á þessum neðri augnhárum ég get í alvörunni ekki hætt að stara á þau. Hlakka til að nota þessi meira í framtíðinni.

Takk fyrir mig kæra Heiðdís!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Uppáhalds ilmvatnið

Ég Mæli MeðEstée LauderFallegtIlmirLífið MittSS14

Júbb nýlega sló ilmvatn út Dolce sumarilminn minn sem ilmvatn sumarsins. Ég átti engan vegin von á því en þegar ég fann nýja ilminn í fyrsta sinn varð ég húkkt. Ég skil vel afhverju þessi ilmur er einn sá mest seldi í heiminum í dag!

Pure Goddess frá Estée Lauder ilmar af kókos og vanillu – það tvennt ætti að vera nóg til að vekja forvitni margra ykkar. Þetta er dásemt í gylltri flösku. Ég hef aldrei verið spurð jafn oft um hvaða ilmvatn ég er með eftir að ég byrjaði að nota þennann. Hann er bara svona gómsætur.

bronze4

Bronze Goddess ilmurinn samanstendur af:

Vanillu – kókosmjólk – amber – sandalviði – mandarínu – appelsínu – jasmín – magnólíu og svo miklu fleiru!

bronze3

Ásamt ilminum er fáanleg olíuútgáfa af honum sem inniheldur örfínar gylltar glimmeragnir og lætur konunni sem notar ilminn einmitt líða eins og Bronze Goddess. Ég hlakka til að prófa þennan almennilega þegar ég er komin með fallegan lit. Sólin verður því fyrir mig að fara að láta sjá sig svo ég geti testað hann af alvöru.

bronze2

Glasið sjálft er svo fallegt með þessu glimmeri og það minnir mig stundum á jólakúlu með snjókornum en ég varð auðvitað að hrista glasið aðeins til fyrir myndina til að sýna ykkur einmitt hversu mikið er af glimmeri og hversu fínar agnirnar eru í raun…

bronze

Sjáið þetta – þvílíkt flott stofustáss!

Mæli eindregið með þessu ilmvatni – það kemur bara í takmörkuðu upplagi þar sem hér er á ferðinni sumarilmur frá merkinu en þetta er sá allra vinsælasti eins og ég sagði frá hér fyrir ofan.

EH

Ilmvatnið sem fjallað er um í færslunni fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Glimmerið af með nýju undirlakki

Ég Mæli MeðMakeup ArtistMakeup TipsneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniOPISnyrtibuddan mín

Í umfjölluninni um þær vörur sem voru í aðahlutverki hjá mér í apríl setti ég með mynd af nýju undirlakki frá OPI sem nefnist Glitter Off og gerir okkur kleift að taka naglalakk af í heilu lagi – ekkert asintone – lakkið er bara fjarlægt af eins og filma.

Naglalakkið verður dáldið eins og gúmmí filma þegar þið takið það af. Ég er búin að vera að prófa mig aðeins áfram með þetta nýja undirlakk og hef komist að því að það virkar ekki ef ég set of þunnt lag og ef ég set of þykkt lag þá klofnar lakkið frá nöglunum að sjálfu sér ef það verður fyrir hnjaski eða bara ef ég fer í sund – sem er leiðinlegt. En ég held ég sé búin að fullkomna þykktina. En lakkið verður helst að þekja nöglina alveg og vera með þéttum hvítum lit. Þegar Glitter Off lakkið þornar þá verður það alveg glært og þá er kominn tími til að setja lit og svo glimmer yfir.

Hér sjáið þið nokkrar myndir af því hvernig ferlið gengur fyrir sig….

glitteroff3

Byrja á því að setja þétta umferð af Glitter Off Natural Nail Base Coat yfir neglurnar, býð svo eftir að það þorni…

glitteroff4

Loks setti ég tvær umferðir af ljósbleiku naglalakki frá OPI sem heitir Sweet Heart – úr brúðarnaglakka settinu frá merkinu. Að lokum setti ég svo tvær umferðir af einu af nýju glimmernaglalökkunum sem heitir Rose of Light og er með rósagylltum glimmerögnum.

 

 

glitteroff

Til að sýna ykkur hvernig þetta virkað tók ég lakkið af mér í gærkvöldi og tók myndir af því hvernig ég náði lakkinu af í heilu lagi. Naglalakksagnirnar eru þó ekki alveg fullkomnar þar sem liturinn fór kannski smá út fyrir undirlakkið:)

Þetta er undirlakk sem svínvirkar en passið ykkur að ná þéttleikanum á áferðinni alveg jafnri yfir alla nöglina. Líka ekki setja tvær umferðir ég er búin að prófa það og þá flagnar það af mjög auðveldlega og það viljum við ekki.

Fullkomið lakk fyrir naglakkafíkla sem eru duglegir að breyta til og prófa alls konar glimmerlökk og yfirlökk með einhvers konar ögnum í.Undirlakkið myndar hálfgerða filmu yfir nöglunum og svo leggjast litirnir yfir og svo er ekkert mál að rífa hana af. Þetta undirlakk er nú komið á alla sölustaði OPI.

EH

Glimmereyeliner fyrir kvöldið

EyelinerLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistMakeup Tips

Glimmer og glans í kringum augun virka sem highlighter fyrir augnvæðið og það getur poppað líka aðeins uppá dökka augnförðun. Ég ákvað að taka einmitt þessa áherslu á dökka augnförðun sem ég gerði með vörum úr hátíðarlínum Make Up Store.

Það er til fullt af svona glimmereyelinerum í Make Up Store. Þeir eru fullkomnir til að poppa uppá hvaða förðun sem er sérstaklega yfir hátíðirnar og líka kannski í kvöld. Það er opið til 22 í Smáralindinni í dag þar sem verslun Make Up Store er;)

Hér sjáið þið eyelinerinn í öllu sínu valdi!

glimmer2 glimmer3 glimmer5

Þetta er virkilega einföld og fljótleg förðun ég lofa ;)

Hér sjáið þið svo linerinn sjálfan – mér fannst að hann ætti að fá smá fókus á einni mynd þar sem færslan er nú eiginlega um hann. Liturinn heitir Sparkling Brown.

glimmer7

Svo eru það hinar vörurnar sem ég notaði. Augnskuggann setti ég yfir allt augnlokið og ákvað að setja bara smokey áferð á hann. Ég lét hann deyja út þannig að hann næði rétt svo uppá augnbeinið. Liturinn heitir Volga og þetta er mattur búnn litur sem inniheldur grænbláar glimmeragnir sem gera mikið fyrir litinn að mínu mati. Varaliturinn er svo alveg mattur – sjúkur bleikur litur sem setur svona sakleysislegan blæ yfir förðunina. Liturinn er nr. 403.

glimmer6

Svo langaði mig í leiðinni að skjóta að hreinsiolíunni sem ég nefndi aðeins um daginn sem ég er að nota á húðina mína núna. Ég nota sársjaldan olíur á húðina… það er engin rökrétt ástæða fyrir því þar sem ég er með þurra húð og á alls ekki við umfram olíuframleiðsluvesen að stríða. Ég fæ bara smá klígju þegar ég set olíu á húðina – ekkert rökrétt við það. En þegar húðin skrælnar upp þá kasta ég þeirri vitleysu útum gluggann og bara kíli á þetta og maka olíu yfir húðina. Það róar líka húðina mína og ég losna við ertinginn og sviðan í henni. Hreinsiolíuna nota ég til að þrífa á mér húðina á kvöldin, til að þrífa allan farða af húðinni. Mér finnst þessi hreinsir ná bókstaflega öllu af húðinni minni og ég mæli algjörlega með honum. Svo nota ég bara létt andlitsvatn yfir húðina eftir á – venjulega frá Garnier eða Clinique.

glimmer

Olíuna þarf að hrista fyrir notkun og ég nota bara bómul til að bera hana á andlitið og hreinsa húðina. Mér finnst olían líka svo flott á litinn;)

Glimmer eyeliner er algjörlega málið. Svo á ég líka mega flottan sanseraðan, kampavínslitaðan eyeliner sem gerir nákvæmlega það sama en hentar betur þeim sem vilja þéttari lit og ekki glimmer. Þetta er skemmtileg og einföld leið til að poppa uppá augnfarðanir.

EH

Helgarlúkkið

AuguFörðunarburstarLúkkMACmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMitt MakeupNýtt í snyrtibuddunni minni

Þar sem menntaskólarnir og háskólarnir eru nú komnir á fullt – hrannast eflaust upp tilefni fyrir ykkur til að gera flottar kvöldfarðanir. Ég ákvað því að gera eitt mjög fljótlegt og flott lúkk með nýjum vörum frá MAC.

Lúkkið lítur kannski út fyrir að vera flóknara og taka meiri tíma en það gerir. En ég notaði bara 2 vörur á augun – fyrir utan maskarann.

SONY DSC

Ég byrjaði á því að grunna augnlokið með Pro Longwear Eye Liner í litnum Strong Willed. Ég set þétta áferð af litnum á augnlokið og nota svo blöndunarbursta frá MAC #217 til að dreifa úr litnum yfir augnlokið uppað globus línunni. Þið getið bætt á litinn eins mikið og þið viljið þangað til þið eruð komnar með litinn/áferðina sem þið viljið. Þið þurfið að vera frekar fljótar að vinna litinn því hann þornar og smitar þar af leiðandi ekki útfrá sér. Þess vegna mæli ég með því að þið bryjið á öðru augnlokinu, setjið litinn á og vinnið hann og svo þegar það er tilbúið farið þá í að gera hitt augað. Ég setti litinn bæði á augnlokið sjálft og undir augun.

Svo setti ég með þéttum flötum bursta – # 239 frá MAC – einn af nýju Pressed Pigments augnskuggunum í litnum Black Grape. Ég set skuggann yfir allt augnlokið uppað globuslínunni og deifi svo úr litnum með sama blöndurnarbursta og ég notaði til að dreifa úr eyelinernum. Þegar ég er ánægð með áferðina set ég augnskuggann líka undir augun. Svo set ég eyelinerinn líka inní vatnslínuna í kringum allt augað og nóg af maskara á augnhárin.

SONY DSC

Hér sjáið þið eyelinerinn og augnskuggann – báðar vörurnar eru til í fleiri litum hjá MAC. Mér finnst æðislegt hvað augnskugginn gefur frá sér þéttan lit – ég setti bara eina stroku á hendina á mér hér fyrir ofan.

SONY DSC

Ég er með fjólubrúna tóna á augunum sem fara fullkomlega við brún augu og líka þau grænu – fyrir ykkur sem eruð með grá/blá augu mæli ég með bláum, brúnum eða kopartónum.

SONY DSCFljótlegt og einfalt lúkk sem er fullkomið fyrir skemmtilegt tilefni – þessa förðun ætla ég að nýta mér sjálf á næstunni.

Ég ákvað að vera bara með nude varir  við – ég er með kremkinnalit á vörunum sem ég nota mun meira á varirnar heldur en kinnarnar sjálfar ;)

EH