fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: SNYRTIVÖRUR

FÖRÐUNÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

SNYRTIVÖRUR

Núna er komið að næsta hluta af jólagjafahugmynda listanum mínum en seinast gerði ég lista með einungis dekur vörum sem þið getið séð hér. Núna eru það einungis snyrtivörur, sem er alltaf sniðug gjöf að mínu mati. Það er líka svo gaman að gefa kannski fallega pallettu sem maður getur notað síðan á milli jól og nýars. Ég ætla að sýna ykkur nokkrar snyrtivörur sem mér finnst einstaklega fallegt í jólapakkann, snyrtivöru listar eru samt ótæmandi!

 

 

HEAVY METALS HOLIDAY PALETTE – URBAN DECAY

Þessi gullfallega palletta er draumur allra förðunafræðinga eða það held ég. Pallettan inniheldur 20 liti og er litaúrvalið æði. Þetta er hátíðarpallettan hjá Urban Decay í ár og gaman að sjá að núna er allt metallic hjá þeim en í fyrra var hátíðarpallettan alveg mött. Ég mæli með að kíkja á þessa ef þið eruð að leita af fallegri gjöf, pallettan kemur einungis í takmörkuðu magni sem gerir hana ennþá einstakari.

 

MARC JACOBS BRONZER

 

Þetta sólarpúður er búið að vera lengi á óskalistanum mínum, þetta er falleg og einstök gjöf að mínu mati.. eitthvað sem maður á alltaf. Það er alveg matt og síðan eru umbúðirnar gullfallegar.

 

HEAVY METAL GLITTER EYELINER – URBAN DECAY

 

Glimmer eyeliner fyrir gamlárs finnst mér sæt gjöf og auðvitað hægt að nota allt árið í kring. Það er ótrúlega auðvelt að nota þetta og hægt að gera eyeliner, setja í innri augkrók eða setja þetta yfir allt augnlokið. Þessi litur er á óskalistanum mínum og heitir “Midnight cowboy“.

 

10 WARM MATTES – VISEART

Viseart palletturnar eru þekktar fyrir góð gæði og myndi því þessi palletta seint klikka. Þessir augnskuggar blandast einsog draumur og alltaf gott að eiga eina pallettu sem er bara með möttum litum. Þið getið nálgast pallettuna hér.

 

THE ULTIMATE PAIR – URBAN DECAY

The Ultimate Pair eru sett sem innihalda vinsæla varaliti og varablýanta í stíl frá Urban Decay. Mér finnst þetta vera fullkominn gjöf og hægt að velja varacombo sem hentar viðkomandi. Ég hef sjálf gefið svona sett í gjöf og það vakti mikla lukku.

 

NYX PROFESSIONAL MAKEUP

Þetta er eitt af því sem kom einungis fyrir hátíðirnar frá NYX og inniheldur allt sem þú þarft til þess að ná fram hátíðarförðun. Skemmtileg og sniðug gjöf sem hægt er að nota á marga vegu.

 

GIGI X MAYBELLINE

Mér finnst vörurnar sem Gigi gerði í samstarfi við Maybelline svo ótrúlega fallegar, tilvalið í jólapakkann. Þessi varalitur er búin að vera í miklu uppáhaldi hjá mér og heitir “Taura“. Ég mæli með að kíkja á þessa flottu línu.

 

MON GUERLAIN

 

Það er síðan alltaf klassískt og falleg gjöf að gefa ilmvatn. Ég fékk þetta ilmvatn um daginn og er einmitt að gefa eitt slíkt með áletraðri skammstöfun, þið getið séð leikinn hér.

 

ESSIE – CUT ABOVE

Síðast en alls ekki síst þá er mjög sniðugt að gefa naglalakk. Mér finnst glimmerlökkin frá Essie einstaklega viðeigandi núna og þessi litur heitir “Cut Above” en það eru til allskonar litir.

 

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

PERSÓNULEG JÓLAGJÖF FRÁ GUERLAIN

Skrifa Innlegg