fbpx

ÁRAMÓTADRESS: GRÍMA, GLIMMER & DANSSKÓR.

ÁRAMÓTDRESSSAMSTARF/AndreA

GRÍMA, GLIMMER & DANSSKÓR.

Skemmtilegasta kvöld ársins er framundan og þá kemur alltaf upp spurningin… Í hverju á ég að vera?
Allt sem glitrar virkar, þetta kvöld er eina kvöldið á árinu sem of mikið er ekki til.  Grímur, glimmer og allt yfirdrifið er málið.
Ég set glitrandi kögur á jólatréð, set upp kögurvegg, kaupi blöðrur og legg grímu á hvern einasta disk.  Grímurnar setja stemminguna fyrir kvöldið og þessar fyndnu pappagrímur slá í gegn við matarborðið ár eftir ár.  Fást í Tiger.
Dress code-ið hjá okkur er einfalt: Gríma, glimmer og dansskór.

DRESSIÐ MITT – SPARKLE DRESS 
Ég var ekki lengi að hugsa mig um í ár en ég er ástfangin af þessum glimrandi steinakjól sem ég gerði fyrir jólin.  Efnið er það fegursta sem ég hef séð, netaefni sem alsett er í litlum glitrandi steinum.  Ég var lengi að velja efnið en ég gat valið úr mörgum mismunandi gerðum af steinum en þessir urðu fyrir valinu af því að þeir marglitir. Það stirnir extra mikið og fallega á kjólinn.  Í hreyfingu er eins og maður sé með KIRA KIRA appið á sér sem er náttúrulega draumur fyrir glimmer aðdáendur.
Ég framleiddi einnig síða undirkjóla sem hægt er að með kjólnum en sjálf er ég hér í æfingardressi sem ég keypti í Wodbúð en það er toppur og leggings í eins lit sem kemur líka ótrúlega vel út innan undir.

Það er bæði hægt að hafa V-hálsmálið að framan eða niður bakið, ég elska flíkur sem hægt er að nota á fleiri en eina vegu.  Eins finnst mér geggjað að geta breytt kjólnum svona með því hvað maður velur að vera í undir.  Sé t.d. fyrir mér að vera í gallabuxum og topp undir með hækkandi sól ;)
Kjóllinn eða SPARKLE DRESS eins og hann heitir fæst hér: Andrea.is


Hér eru nokkrar hugmyndir af dressum, elska þetta glaða reels sem Kristín Amalía gerði. Myndbandið er sett saman úr nokkrum skemmtilegum tökudögum í desember. Eins er hér smá DRESS INSPO. Fatnaður er allur frá @andreabyandrea.

 

 

 

 

Gleðilega hátíð.
xxx

Andrea
Instagram @andreamagnus

 

HÁTÍÐARBLAÐ ANDREA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    29. December 2022

    Elska elska elska þennan kjól og hvað þú elskar áramótin og kannt að halda upp á þau.