fbpx

HÁTÍÐARBLAÐ ANDREA

AndreAbyAndreADRESSSAMSTARF

Hátíðarblað AndreA kom út fyrir stuttu en það er frumraun okkar í þessum bransa.  Ég viðurkenni fúslega að ég veit minna en ekkert hvernig á að gera svona blað en eldhuginn og dugnaðarforkurinn hún Erna Hrund vinkona mín á heiðurinn að þessu blaði frá A-Ö.  Ég bað hana aðeins um aðstoð mig með markaðsefni en þetta ásamt öðru er útkoman.  Hún er ekkert eðlilega dugleg, úrræðagóð og afkastamikil. Við lærðum allskonar á leiðinni og annaðhvort verða gefin út fullt af blöðum í viðbót eða bara þetta eina, það kemur í ljós.

Í blaðinu má finna jólagjafahugmyndir. – Óskalista frá mér, Ósk, Kristínu & Erlu. – Myndaþátt sem Aldís Pálsdóttir tók fyrir okkur. – Bak við tjöldin myndir úr myndatökum. – Opnunartímann í desember ásamt ýmsu öðru.

Gjörið þið svo vel … LESA HÉR 

 

 

Njótið vel 
xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

STÓRKOSTLEG SÝNING: LE GRAND NUMÉRO DE CHANEL

Skrifa Innlegg