fbpx

EINFALDAR FARÐANIR FYRIR SECRET SOLSTICE

FÖRÐUNSNYRTIVÖRURSÝNIKENNSLA

Jæja núna er Secret Solstice um helgina og ég er orðin mjög spennt. Ég er að fara í fyrsta skipti og er strax byrjuð að plana í hverju ég eigi að fara og hvernig förðun ég eigi að gera. Þið munið kannski að ég sýndi ykkur um daginn “Festival inspo” förðun en núna langar mig að sýna ykkur nokkrar farðanir í viðbót.
Mig langaði að sýna ykkur tvær mjög einfaldar farðanir fyrir Secret Solstice. Ég vildi sýna ykkur eitthvað einfalt aðallega því ég veit að það eru margir sem vilja bara gera eitthvað smá extra og eru kannski ekki að fara “all in” í förðuninni.

Ég mæli samt klárlega með að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað skemmtilegt við förðunina. Ég sjálf ætla að vera með frekar einfalda förðun en setja síðan á mig annað hvort glimmer eða litaða eyeliner-a til þess að fríska uppá förðunina.

 

Förðun #1

Fyrsta förðunin er ótrúlega einföld!

Ég gerði einfalda förðun og lagði áherslu á fallega húð, setti síðan á mig augnhár. Því næst setti ég glimmer/pallíettur frá Dust&Dance á kinnina og fyrir ofan augabrún. Ég notaði glimmerfesti til þess að festa þetta á húðina. Það er mikið hægt að leika sér með þessa vöru og hægt að setja hana allsstaðar.

Þessi litur heitir Mermaid Mix en þetta er til í allskonar litum

Þetta eru augnhárin sem ég notaði og eru þau frá Koko Lashes, heita Misha. Þau eru ótrúlega falleg og gera mikið fyrir einfalda förðun.

Förðun #2

Þessi förðun er líka mjög einföld en ég gerði aftur bara mjög einfalda förðun og setti á mig sömu augnhár.

Síðan setti ég bláan eyeliner í neðri vatnslínu og blandaði honum smá niður. Því næst tók ég hvítan blýant og teiknaði allskonar línur og punkta.

Þetta er eyeliner frá Color Pop og er ótrúlega fallega blár. Mér finnst gera heilmikið að setja lit á neðri vatnlínuna.

Síðan tók ég Jumbo Eye Pencil frá NYX í litnum Milk og gerði strik og punkta. Það er endlaust hægt að leika sér með þessa eyeliner-a frá NYX og ég mæli með að kíkja á lita úrvalið hjá þeim.

 

Vonandi fannst ykkur gaman að sjá þessar einföldu farðanir en það er auðvitað að hægt að gera svo miklu meira og ég hvet ykkur til þess að skoða Pinterest fyrir smá innblástur.

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

FÖRÐUNIN MÍN UM HELGINA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna

    21. June 2017

    Hvaða augnskugga ertu með á myndunum? :)

    • Guðrún Sørtveit

      22. June 2017

      Hæhæ :-D Ég er með Nyx Lingerie krem augnskugga í litnum Sweet Cloud nr.01 og sett síðan shimmer augnskugga yfir úr Naked 2 pallettunni :-)