fbpx

GLIMMER FYRIR GAMLÁRS

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRUR

Halló!

Ég tók saman nokkur falleg glimmer og pigment sem eru tilvalin fyrir gamlárs. Gamlárskvöld er fullkomið kvöld að mínu mati til að fara aðeins út fyrir þægindarrammann þegar kemur að förðun og breyta aðeins til. Til dæmis setja á sig glimmer eða áberandi augnskugga.

 

 

1. Urban Decay Glitter Eyeliner – Midnight Cowboy

Gylltur glimmer eyeliner sem er mjög auðveldur í notkun og fullkominn fyrir þá sem vilja gera eitthvað smá öðruvísi án þess að breyta mikið til. Ég nota þennan eyeliner mjög oft og mikið hægt að leika sér með hann. Það er líka algjör snilld að það þurfi ekki neinn glimmerfesti eða bursta.

2. Urban Decay Glitter Eyeliner – Feature

Grænn glimmer eyeliner sem gaman er að nota til að breyta klassískri förðun. Þessi eyeliner-ar frá Urban Decay eru ótrúlega þægilegir í notkun og til í mörgum litum.

3. Nyx Professional Makeup – Love Lust Disco Glimmer Sett

Þetta sett inniheldur allt sem þú þarft fyrir glimmer ásetninguna, glimmerfesti og fimm mismunandi glimmer. Ef þú vilt fara “all in” á gamlárs og eiga glimmer fyrir fleiri tilefni þá er þessi kassi fullkominn.

7. Clarins Ombre Sparkle – Gold Diamond

Fallegur gylltur þétt pressaður augnskuggi sem er litsterkur. Hann er ótrúlega fallegur einn og sér eða með fallegri skyggingu.

4. Nyx Professional Makeup Shimmer Down Pigment – Champange

Pigmentin frá Nyx Professional Makeup eru í miklu uppáhaldi hjá mér og er ég búin að eiga mín í nokkur ár núna en pigment endast svo lengi  vegna þess að maður notar svo lítið í einu.

5. Metallic Glitter – Sandy Gold

Fallegt glimmer fyrir gamlárs. Mér finnst þessi litur ótrúlega fallegur en Nyx Professional Makeup er með ótrúlega flott úrval af glimmeri á góðu verði.

6. Shaped Glitter – Electro

Stjörnuskraut fyrir andlitið og augun. Það er mjög skemmtilegt að setja glimmer eða skraut á kinnbeinin til að vera extra fínn. Gaman að prófa sig áfram og fara út fyrir þægindarrammann. Það er best að nota bara augnháralím ef maður ætlar að festa þetta á andlitið, þannig helst það best á.

8. Mac Cosmetics – Pink Hologram

Þetta pigment finnst mér ekta fyrir gamlárs, gullfallegt og minnir á flugelda!

9. Chanel Ombre Première Laque – Rayon

Fljótandi augnskuggi sem þægilegt er að skella á sig, flott að nota eitt og sér eða sem augnskuggagrunn til þess að gera aðra augnskugga litsterkari. Ótrúlega fallegur litur og hægt að nota líka hversdags.

 

Hvað þarf að nota fyrir glimmer og pigment?

Til þess að fá sem bestu áferðina og svo að allt glimmerið eða pigmentið fari ekki útum allt, þá mæli ég með að nota flatan bursta eins og Real Techniques 005 Shadow. Með því að nota flatan bursta þá eru minni líkur á að glimmerið fari útum allt, áferðin verður mun þéttari og fallegri fyrir vikið. Síðan er gott að eiga glimmerfesti og plötu til þess að blanda glimmerið og pigmentið á.

Síðan er mjög mikilvægt að nota glimmerfesti með glimmer, því annars festist það ekki á augnlokinu en með pigmenti er hægt að nota rakasprey.

Glimmer:

Best er að vera með plötu eða eitthvað til þess að blanda glimmerinu við festinn. Því næst er gott að taka flatan bursta og dýfa ofan í blönduna og setja á augnlokið. Gott ráð að horfa niður í smá stund meðan glimmerið er að þorna svo það fari ekki útum allt.

Pigment:

Það er síðan best að spreyja rakapreyi á flatan bursta og dýfa ofan í pigmentið. Gott ráð að horfa niður í smá stund meðan pigmentið er að þorna svo það fari ekki útum allt.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

GLEÐILEGA HÁTÍÐ: JÓLADRESS OG FÖRÐUN

Skrifa Innlegg