Ég tók skyndiákvörðun í gær og skellti mér á Airwaves!
Það var ótrúlega gaman í gær en mjög kalt og mig langaði að segja ykkur frá glimmerinu sem ég var með í gær en það er svo fallegt. Ég ákvað að leyfa glimmerinu að vera aðal stjarnan um kvöldið því ég var mjög vel pökkuð inn í þykkum jakka og með risa trefil en það var ískalt að bíða röðum. Þannig ég mæli með að klæða sig vel um helgina!
Glimmerið sem ég setti á mig heitir Burning Desire og er frá Glisten Cosmetics. Þetta er glimmer gel, það þarf ekki glimmerfesti eða neitt með þessu og því mjög auðvelt að setja þetta á augnlokið. Fyrst þegar ég heyrði að þetta væri gel glimmer, þá hugsaði ég strax að þetta myndi allt fara útum allt og ekki haldast á augnlokunum en svo var ekki. Þetta hélst á augnlokunum allt kvöldið og gott betur en það, ég þurfti góðan augnfarðahreinsi til þess að taka þetta af.
Þið verðið samt að afsaka gæðin á myndunum en ég tók bara nokkrar myndir á símanum í mjög miklu flýti og mér finnst ekki sjást nógu vel hversu fallegt þetta glimmer er.
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf. Færslan er ekki kostuð en inniheldur affilate links
Ég setti glimmerið á með þéttum bursta en dreifði því samt vel yfir augnlokið, ég vildi hafa þetta smá “messy” og ekki of fullkomið.
Einsog þið sjáið, þá var ég í risa stórum jakka og strigaskóm. Ég ákvað að vera í þæginlegum fötum og hlýjum, sá sko ekki eftir því.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg