fbpx

SVART & HVÍTT HAUST FRÁ CHANEL

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRUR
*Færslan er í samstarfi við Chanel á Íslandi

Halló!

Haustið er mætt, ég er búin að kveikja á kertum og er ótrúlega tilbúin í haustið! Eitt af því sem ég held svo mikið uppá á haustin er fallega haust förðunin og haustlínurnar sem koma á þessum árstíma. Haustið er oft skemmtilegasti tíminn þegar kemur að tísku og förðun að mínu mati. Í tilefni haustins þá langar mig að deila með ykkur gullfallegri haustlínu frá Chanel sem ég er að missa mig yfir.

NOIR ET BLANC DE CHANEL

“Women think of all colors except the absence of color. I have said that black has it all. White too. Their beauty is absolute. It is the perfect harmony.” Gabrielle Chanel

Í þessari línu er lögð áhersla á svartan og hvítan, grunnliti og verið að leggja áherslu fegurð þeirra. Pakkningarnar eru ótrúlega einfaldar, fallegar og klassískar. Umbúðirnar eru einstaklega fallegar að mínu mati og eitthvað sem ég sé sem safngrip.. já sumir safna frímerkjum en ég safna fallegum snyrtivörum!

Þarna sést ég speglast í þessum fallegu umbúðum haha. Línan inniheldur tvö naglalökk, kolsvart og hvítt en mér finnst það vera einstaklega klassísk naglökk og eitthvað sem ég verð alltaf að eiga. Hvíta naglalakkið er örugglega líka með þeim betri hvítum naglalökkum sem ég hef prófað en oft þarf maður nefnilega að fara svo margar umferðir með hvítu naglalakki en ekki þessu. Tveir augnskuggar sem koma í svörtum og hvítum umbúðum. Gloss sem eru einnig í þemanu, dökkt gloss og ljóst eða glært. Síðan en alls ekki síst er gullfallegt líkams, andlits og hár glimmer sem hægt er að nota á marga vegu. Haustið og veturinn er tími glimmers að mínu mati.

Augnskugginn í svörtu umbúðunum er græntóna dökkur litur sem fallegt væri að nota í smokey förðun til dæmis.

Augnskugginn í hvítu umbúðunum er hvítur en kemur út meira sem ljómi og einstaklega fallegur að setja til dæmis í innri augnkrók.

Andlits, líkams og hár glimmer. Þetta gefur fallegan ljóma og endurspeglast í birtunni. Ég gæti alveg hugsað mér að maka mér í þessu fyrir árshátíð eða jólin, fullkomið fyrir glamúr og glimmer tímann sem er framundan.

Hvaða vara finnst ykkur standa upp úr þessari línu? 

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

HAUST FÖRÐUNARTREND 2019

Skrifa Innlegg