fbpx

ALLT UM GLIMMER FYRIR GAMLÁRS

FÖRÐUNGÓÐ RÁÐSNYRTIVÖRUR

Halló! Það styttist í gamlárskvöld en mér finnst alltaf fylgja því kvöldi mikill glamúr og gaman að gera eitthvað extra þegar kemur að förðun. Það fyrsta sem kemur í upp í hugann þegar ég hugsa um gamlárskvöld er glimmer, glimmer og meira glimmer. Það er alltaf gaman að gera eitthvað öðruvísi og fullkomið að gera það á seinasta degi ársins. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt með glimmeri, til dæmis setja á kinnbeinin eða í hárið og taka á móti nýja árinu með stæl. Ég ætla að fara yfir nokkur glimmer sem mér finnst falleg og segja ykkur hvernig best sé að setja á sig glimmer.

GLIMMER

 

Glimmer getur komið í allskonar formum, til dæmis föstu, lausu eða glimmer flögur. Það er ótrúlega skemmtilegt að leika sér með glimmer og nota kannski nokkrar týpur til að fá mismunandi áferð og glans.

AG Glitter – Lion King

AG Glitter – Mars

AG Glitter – Venus

AG Glitter – Pshyco

Nyx Professional Makeup Glitter Brillants – Bronze

Nyx Professional Makeup Glitter Brillants – Teal

Nyx Professional Makeup Glitter paillettes – Goldstone

Nyx Professional Makeup Glitter paillettes – Dubai Bronze

GLIMMER FESTIR

Inglot Duraline- Nyx Professional Makeup Glitter Primer –Real Techniques Shading brush

Það er mjög mikilvægt ef maður er að vinna með laus glimmer að vera með góðan festi og bursta. Það líka hægt að nota glimmer festi fyrir lausa augnskugga (pigment) og þannig helst það betur á augnlokunum. Mér finnst best að nota þéttan bursta sem grípur vöruna vel.

Skref 1 – Setja glimmer festi á bursta og dýfa ofan í glimmerið. Passa að vera með ekki of mikið glimmer svo það fari ekki allt útum allt. Frekar að byggja upp vöruna.

Skref 2 – Leggja glimmerið varlega á augnlokið og alls ekki strjúka eða nudda glimmerinu á augnlokið því þá fer allt útum allt.

GLIMMER EYELINER

Það er örugglega auðveldast að vinna með glimmer sem er í föstu formi og sem þarf ekki að blanda við festi. Ég gríp mjög oft í glimmer eyeliner því mér finnst ég get stjórnað því betur. Ég held mikið uppá glimmer eyeliner frá Urban Decay.

GLIMMER TIPS

1. Byrja á augnskugganum: Það er best að byrja á augunum áður en maður gerir húðina því glimmer á það til að fara útum allt.

2. Taka glimmer af með límbandi: Besta ráð sem ég hef fengið við að fjarlægja glimmer er að taka límband og taka þannig glimmerið af. Það er ómögulegt að reyna ná því af með hreinsi eða blautþurrkum. Best að nota límband!

 

INNBLÁSTUR FYRIR GAMLÁRS

Ég er sjálf ekki búin að ákveða hvernig förðun ég ætla að gera á mig en langar að gera eitthvað aðeins öðruvísi og jafnvel nota einhvern skemmtilegan lit. Vonandi var þetta hjálplegt og ekki vera hrædd við að nota glimmer! Förum inn í nýja árið með stæl xx

 

Takk fyrir að lesa xx

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

SNYRTIVÖRUR ÁRSINS 2018

Skrifa Innlegg