fbpx

Hátíðarvarir #4

JólagjafahugmyndirMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniVarirYSL

Ég sanka að mér fínum áberandi og helst dökkum varalitum – þetta hef ég alltaf gert og mun seint hætta því. Þar sem ég þori ekki að tala meira um ást mína á varalitnum Talk That Talk úr RiRi <3 MAC línunni sem er uppseldur þá varð ég að finna einhvern nýjan fyrir ykkur sem misstuð af honum. Sá varalitur er loksins fundinn!

Hér vinstramegin sjáið þið Talk That Talk og hægra megin er varalitur frá YSL.

yslvarirsaman yslvarir4

Varalitur: YSL, Rouge Pur Couture nr. 54

Sjúkur finnst ykkur ekki! Þessi verður alla vega mikið notaður á næstunni. Ég setti engan varablýant undir hann hér á myndunum svo þið mynduð sjá nákvæmlega hvernig hann væri. Eini munurinn á þessum og MAC litnum er sá að hann er mattur. Þessi er með örlitlum glans sem er ekkert verra og jafnvel betra ef þið eruð klaufar með varaliti því það er auðveldara að bera þennan á og fá jafnan og flottan lit.

yslvarir2

Zooolander out!

Vona að þið sem syrgið enn missinn af þessum varalit getið tekið gleði ykkar á ný og arkað í næstu snyrtivöruverslun (YSL fæst t.d. í Hagkaupum og Debenhams) og fengið ykkur fallegan varalit. Í kvöld liggur leið mín á jólatónleika með mömmu við eigum báðar þennan varalit og mig grunar að við séum báðar að fara að vera með hann á tónleikunum. Ef það rætist verður það mögulega skemmtilegt myndefni. Mamma er einn af mínum aðallesendum en hún er svo heppin að dóttir hennar getur teymt hana á milli standa og sagt henni nákvæmlega til um hvar allt fæst – hún naut þess í botn þegar ég benti henni á tvo af mínum uppáhalds varalitum, þennan og annan frá Dior sem er fjólublár. Hún keypti báða:)

EH

Hátíðarneglur #5

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Inga Hildur

    14. December 2013

    Mjög fínn litur, en ég hef ekki efni á YSL varalit, veistu um einhvert merki sem selur svona mjög dökkan varalit fyrir aðeins minni pening ;)?

    • Reykjavík Fashion Journal

      14. December 2013

      Ohh því miður… Ég hef ekki enn fundið slíkan alla vega ekki hér á Ísl:( það er eflaust mun betra úrval erlendis td í USA… Ég lofa að láta vita hér á síðunni ef ég finn:) sá næsti sem mér dettur í hug er frá Make Up Store – sá sami og ég er með á forsíðuborðanum á síðunni. Hann heitir Slim Lipstick og er nr 401 – hann er á rúmar 4000kr ef ég man rétt þessi frá YSL er minnir mig um það bil 5000kr. En ég skal hafa eyru og augu opin fyrir þig:)

    • Lilja

      14. December 2013

      Ég á einn ágætan fjólubláan frá maybelline sem heitir midnight plum, man ekki hvað hann kostar en hann er ábyggilega ódýrari! Þessi frá YSL lítur samt út fyrir að vera dásamlegur!

  2. Sæunn

    14. December 2013

    ÓMÆ! Þessi er dásamlegur! Mikið vildi ég að ég ætti fullt af pening og þá væri ég farin í Hagkaup núna að kaupa hann!

  3. Áslaug

    14. December 2013

    Inglot er með fullt af dökkum varalitum og þeir kosta frá 2100-2400