fbpx

Hátíðarvarir #2

BourjoisJólagjafahugmyndirMakeup ArtistVarir

Næstu hátíðarvarir sem ég ákvað að sýna ykkur eru líka rauðar eins og síðast. Ég ákvað nú að taka næst fyrir einn af nýja varalitavaxlitnum mínum ef svo má kalla frá Bourjois sem ég sýndi ykkur HÉR. Liturinn kom mér mikið á óvart af því pigmentin í honum eru sjúklega sterk eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan.

bourjoisvarir2 bourjoisvarir3

Colour Boost Lip Crayon – nr. 05 Red Islandbourjoisvarir

Liturinn er í laginu alveg eins og mjög stór vaxlitur og það er ótrúlega þæginlegt að bera hann á varirnar. Liturinn verður jafn og fallegur og mér finnst glansinn á honum alveg einstakur. Ég er spennt að prófa mig áfram með þessa liti og testa endinguna á þeim. Ég er smá að pæla í því hvort hann fari auðveldlega af af því hann er svo mjúkur en ég held að sterku pigmentin ættu að jafn þetta út. En liturinn er mjög rakamikill sem er frábært núna í kuldanum og snilld að vera með svona í veskinu til að koma í veg fyrir varaþurrk. Þessi er líka til í fleiri litum.

Svo er þetta bara eins og skrúfblýantur svo þegar liturinn minnkar þá skrúfið þið bara botninn. En hann kannski missir mótunina sína en það er einfalt að skafa aðeins af honum til þess að móta oddinn :)

Frábær, einfaldur og á góðu verði.

EH

Skemmtilegur dagur framundan...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Berglind

    5. December 2013

    hvernig er þessi í samanburði við Chubby sticks frá clinique?

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. December 2013

      Þeir eru mjög svipaðir þessi er kannski örlítið glosskenndari heldur en Chubby Sticks frá Clinique :)