*Færslan er gerð í samstarfi við Clinique
Halló! Mig langar að byrja á því að þakka innilega fyrir öll fallegu skilaboðin og lesninguna á síðustu færsluna mína. Ég er eiginlega bara orðlaus og endalaust þakklát yfir þessum móttökum. Í dag verður færslan þó aðeins á léttari nótunum en ég er ennþá rúmliggjandi og ætla hressa mig við með því að skrifa um vöru sem er búin að vera í miklu uppáhaldi seinustu vikur og mánuði. Þetta er eina varan sem ég er búin að nota seinustu vikur og er ekkert búin að farða mig eða neitt en vá hvað ég hlakka til að geta byrjað að farða mig aftur. Varan sem ég er að tala um er Clinique Dramatically Different Hydrating Jelly og er ég nokkrum sinnum búin að nefna hana við ykkur hérna á blogginu og á öðrum miðlum. Ég gerði líka færslu um þessa vöru fyrir nokkrum mánuðum sem ég mæli með að skoða, þið getið lesið hana hér.
Núna er rakagelið komið í nýjan búning eða búninga í fleirtölu. Það er núna hægt að gera gelið meira að sínu og finna nákvæmlega hvað hentar þinni húðtýpu. Þessi nýjung heitir Clinique ID hylki og er aukahlutur með rakagelinu og rakakremunum frá Clinique. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi nýjung sem ég er einstaklega spennt að prófa. Hylkin koma í fimm mismunandi gerðum og hafa þau öll mismunandi ávinninga fyrir húðina.
Fyrirkomulagið á þessu er ótrúlega skemmtilegt en maður á að finna sitt auðkenni eða auðkenni fyrir húðina sína.
Skref 1 – Finna réttan grunn fyrir þína húð. Það eru til þrjár mismunandi týpur.
Skref 2 – Finna þitt auðkenni eða hvaða ávinninga þú vilt fyrir húðina þína.
Ég ætla fara yfir með ykkur hvað hver og einn litur gerir:
HVÍTUR
Hvíta hylkið vinnur að því að jafna lit húðarinnar. Vinnur gegn litablettum, birtir upp húðina og gerir hana jafnari og áferðafallegri.
BLÁR
Bláa hylkið inniheldur AHA sýrur sem jafna áferð húðarinnar, húðholur verða minna áberandi og húðin verður bjartari.
FJÓLUBLÁR
Mýkir húðina, fyllir upp í fínar línur og hrukkur.
GRÆNN
Græna hylkið róar og sefar húðina samstundis. Húðin kemst í betra jafnvægi, dregur úr roða, pirringi og óþægindum.
APPELSÍNUGULUR
Vekur húðina og minnkar þreytueinkenni.
Mér finnst þessi aukahlutur vera ótrúlega spennandi og skemmtilegt. Það er svo mikilvægt að nota réttu vörurnar fyrir sína húðtýpu.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg