NEW IN: POWERPHASE

NEW INREVIEWSNEAKERSTÍSKAUPPÁHALDS

Í gær fékk ég loksins Adidas Yeezy Powerphase Calabasas skóna mína en þeir eru eftir Kanye West. Skórnir eru fallegir & einfaldir en ég keypti skóna á endursöluverði inn á Stockx.com  ég mæli virkilega með þeirri síðu!! Það virkar þannig að þú kaupir skóna af einhverjum, síðan eru skórnir sendir til Stockx & þeir skoða hvort skórnir séu ekki örugglega ekta & hvort þeir séu í góðu lagi síðan senda þeir skóna til þín. Mæli með! Ég er sjúklega ánægð með skóna & þjónustuna sem ég fékk hjá Stockx.

Vegna fjölda fyrirspurna ætla ég að útskýra hvernig maður kaupir af Stockx.com en Stockx selur limited skó sem eru fljótt uppseldir í búð: Þú velur skó, segjum t.d. Calabasas – síðan getur þú annaðhvort boðið í þá eða keypt þá strax, ég t.d. keypti þá strax. Síðan sendir sendandinn skóna til Stockx & þeir skoða skóna hvort þeir séu ekki örugglega í góðu lagi & að lokum senda þeir skóna til þín ef þeir eru í góðu lagi, ef ekki þá sendir Stockx skóna aftur til sendandans & þú færð endurgreitt. 

x
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

MITT 2016:

LÍFIÐ

2016 var eitt gott ár! Snemma árs varð ég pistlahöfundur á nýrri síðu sem kallaðist Mellow.is en hún entist ekki lengi & að lokum var henni lokað. En ég hélt áfram að blogga á minni síðu sem hét/heitir sigridurr.blogspot.com & í framhaldi á því hafði síðan Elísabet samband við mig & ég fékk að vera partur af Trendnet fjölskyldunni sem mér fannst & finnst ennþá geðveikt! En það gerðist margt spennandi árið 2016 & lífið mitt breyttist heilmikið í fyrsta lagi útskrifaðist ég úr Fjölbraut í Garðabæ, varð tvítug, ferðaðist til Danmörku með kærasta mínum, ferðaðist um Ísland, ég & kærasti minn tókum skyndi ákvörðun & pöntuðum okkur ferð til Boston á Kanye West tónleika sem var geðveik upplifun.

Það breyttist margt í lífinu mínu þetta árið – ég útskrifaðist & þar að leiðandi byrjaði ég í fullu starfi í Topshop í Kringlunni. Ég er mjög þakklát fyrir árið 2016! En ég er ótrúlega spennt fyrir komandi ári, á árinu mun margt breytast & eru aðeins bara spennandi tímar framundan!!

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur.

x

 Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
trendnet

HÆ TRENDNET!

HÆ kæru lesendur TRENDNETS! Ég heiti Sigríður Margrét og er nýr bloggari hér á Trendnet.is.

Ég er fædd árið 1996 og er úr 108 Reykjavík! Ég hef mikin áhuga á tísku, innanhúshönnun, ferðast, skriftum og fleira. Og hef sjálf verið að blogga í sirka eitt ár inn á sigridurr.blogspot.com.

 Núna í vor er ég að útskrifast af listabraut úr Fjölbraut Í Garðabæ. Og er ég að vinna í Topshop í Kringlunni, og verð þar í sumar.

Ég er mjög spennt að fara byrja að blogga á Trendnet og hlakka til að deila með ykkur tísku, innblástri, mínum persónulega stíl, innanhúshönnun og fleira.

x

sigridurr

//Hér má sjá myndir af Instagraminu mínu @sigridurr, & frá blogginu mínu sigridurr.blogspot.com

IMG_1517IMG_1530IMG_2033IMG_1833IMG_3151IMG_1045IMG_1041-CopyIMG_1032-Copyready9