ALLT UM NÁMIÐ:

LÍFIÐ

Ég hef fengið mikið af spurningum varðandi námið sem ég er í hér í Kaupmannahöfn & fannst mér þar að leiðandi tilvalið að deila því með ykkur hér. Ég er að læra Design, Business and Technology í KEA(Copenhagen School of Design & Technology) en ég er á alþjóðlegri braut & þar að leiðandi er námið kennt á ensku. Ég byrjaði í náminu í ágúst & mér lýst ótrúlega vel á það! Þetta er ótrúlega skemmtilegt & fjölbreytt nám! Og mæli ég hiklaust með því fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á viðskiptum, hönnun & markaðstetningu..

Ef þið hafið einhverja fleiri spurningar varðandi námið ekki hika við ða senda mér línu á annaðhvort Instagram eða Facebook síðu minni.

x Verkefnin eru búin að vera krefjandi en skemmtileg á sama tíma – 

LIFE

ANDREA RÖFN

Í síðustu viku skilaði ég loksins BSc ritgerðinni minni í viðskiptafræði. Ritgerðina skrifaði ég með Hebu en við höfum verið við hlið hvorrar annarrar í náminu frá fyrsta degi. Þar sem áhugi okkar beggja á samfélagsmiðlum er mikill, og hefur verið það lengi, lá beinast við að skrifa ritgerðina í tengingu við þá. Hún ber titilinn: Hvernig nýtast samfélagsmiðlar íslenskum fyrirtækjum í markaðssetningu?

Eftir að ég setti inn myndina hér að ofan á Instagram fékk ég nokkrar spurningar út í bolinn og buxurnar. Bolurinn er frá Libertine Libertine og fæst í Húrra Reykjavík og buxurnar eru frá DKNY.

Ég er svo þakklát fyrir þessa manneskju <3 Tékkið á henni á instagram – @hebafjalars

Nú er ég komin í langþráð knús til hans – lífið gæti hreinlega ekki verið betra <3

xx

Andrea Röfn

LÁTTU LJÓSMYNDADRAUMINN RÆTAST

FASHIONFÓLKINSPIRATIONÍSLENSK HÖNNUN

Hæfileikaríka og jafnframt yndislega Saga Sigurðardóttir er orðin þekkt nafn í ljósmyndaheiminum, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Saga útskrifaðist með B.A. gráðu í tískuljósmyndun frá London College of Fashion árið 2011 og hefur síðan þá notið mikillar velgengni í sínu fagi og unnið með mörgum af strærstu aðilum tískugeirans.
Þessa dagana er hún stödd á klakanum þar sem hún mun vera leiðbeinandi á ljósmyndanámskeiði í Reykjavik Fashion Academy.

Saga hefur einblínt á tískuljósmyndun og mun deila sinni kunnáttu og einstaka auga með nemendum haustannar ásamt Ellenni Lofts sem mun stýra stílistanámskeiði á sama tíma.

Í samráði við RFA ætla ég að standa fyrir smá leik fyrir námskeiðið sem hefst í næstu viku. Það kostar peninga að hefja ljósmyndanám og því ætla ég að verðlauna einn heppinn lesenda með frábærri hjálp inní draum sinn að verða ljósmyndari. Sjáið hvernig þið takið þátt neðst í færslunni –

Það sem mér finnst sérstaklega áhugavert við þetta tiltekna námskeið er meðal annars tengslanet við “geirann” en einnig hversu persónulega kennslu hægt er að fá frá fagmanneskju sem er á sínum hæsta tindi ennþá í dag.

Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds myndum eftir Sögu. Þó aðeins brotabrotabrot af hennar verkum. Innblástur fyrir okkur sem áhuga höfum á þessu fagi. Ég viiildi að ég gæti sjálf skráð mig í námskeiðið, þar sem ég hef mikinn áhuga á fallegum myndum og finnst fátt skemmtilegra en að munda linsuna. En vegna búsetu í útlöndum … þá .. kannski seinna.

pers
Persónulegt – Tinna Bergs

saga sig 9
Saga Sig x Hildur Yeoman

Topshop

Topshop

PLEASE MAGAZINE
PLEASE MAGAZINE

Personal
Persónulegt

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Saga Sig x Hildur Yeoman

RFF
Reykjavik Fashion Festival

RFFed
Reykjavik Fashion Festival

BJORK
Björk Guðmundsdóttir

ADOLFO DOMINGUEZ CAMPAIGN
ADOLFO DOMINGUEZ CAMPAIGN

Nikewomen_is
Nike Women

tankonlineed
Tank Online Editorial

jor

Jör by Guðmundur Jörundsson

saga_ss13_kron1
Kron by KronKron

PULZ CAMPAIGN
PULZ CAMPAIGN

REVS MAGAZINE EDITORIAL
REVS MAGAZINE EDITORIAL

Nikewomen

Nike Women

harid

Hárið

ELL & CEE CAMPAIGN

ELL & CEE CAMPAIGN THREADS PERSONAL_
Persónulegt / Lokaverkefni

THREADS PERSONAL saga_thingvellir_inspiredbyiceand_10

Inspired By Iceland

galvan12
Galvan

_

Ef þú hefur ekki áhuga sjálf/ur þá bið ég þig að koma þessu á framfæri til einhvers sem gæti haft áhuga. Það eru jú svo margir áhugaljósmyndarar til á litla skapandi landinu okkar.

Ég ætla að gefa heppnum lesenda þáttökugjald á einu námskeiði (Að verðmæti 289.000 kr !!), til að komast í pottinn gerið þið eftirfarandi:

1. Deilið þessum póst á Facebook (niðri í hægra horninu)
2. Skrifið nafn og eina línu í komment hér að neðan, afhverju þú?

Meira um námið: HÉR

Ég dreg út fyrir helgi.

xx,-EG-.