fbpx

LÁTTU LJÓSMYNDADRAUMINN RÆTAST

FASHIONFÓLKINSPIRATIONÍSLENSK HÖNNUN

Hæfileikaríka og jafnframt yndislega Saga Sigurðardóttir er orðin þekkt nafn í ljósmyndaheiminum, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Saga útskrifaðist með B.A. gráðu í tískuljósmyndun frá London College of Fashion árið 2011 og hefur síðan þá notið mikillar velgengni í sínu fagi og unnið með mörgum af strærstu aðilum tískugeirans.
Þessa dagana er hún stödd á klakanum þar sem hún mun vera leiðbeinandi á ljósmyndanámskeiði í Reykjavik Fashion Academy.

Saga hefur einblínt á tískuljósmyndun og mun deila sinni kunnáttu og einstaka auga með nemendum haustannar ásamt Ellenni Lofts sem mun stýra stílistanámskeiði á sama tíma.

Í samráði við RFA ætla ég að standa fyrir smá leik fyrir námskeiðið sem hefst í næstu viku. Það kostar peninga að hefja ljósmyndanám og því ætla ég að verðlauna einn heppinn lesenda með frábærri hjálp inní draum sinn að verða ljósmyndari. Sjáið hvernig þið takið þátt neðst í færslunni –

Það sem mér finnst sérstaklega áhugavert við þetta tiltekna námskeið er meðal annars tengslanet við “geirann” en einnig hversu persónulega kennslu hægt er að fá frá fagmanneskju sem er á sínum hæsta tindi ennþá í dag.

Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds myndum eftir Sögu. Þó aðeins brotabrotabrot af hennar verkum. Innblástur fyrir okkur sem áhuga höfum á þessu fagi. Ég viiildi að ég gæti sjálf skráð mig í námskeiðið, þar sem ég hef mikinn áhuga á fallegum myndum og finnst fátt skemmtilegra en að munda linsuna. En vegna búsetu í útlöndum … þá .. kannski seinna.

pers
Persónulegt – Tinna Bergs

saga sig 9
Saga Sig x Hildur Yeoman

Topshop

Topshop

PLEASE MAGAZINE
PLEASE MAGAZINE

Personal
Persónulegt

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Saga Sig x Hildur Yeoman

RFF
Reykjavik Fashion Festival

RFFed
Reykjavik Fashion Festival

BJORK
Björk Guðmundsdóttir

ADOLFO DOMINGUEZ CAMPAIGN
ADOLFO DOMINGUEZ CAMPAIGN

Nikewomen_is
Nike Women

tankonlineed
Tank Online Editorial

jor

Jör by Guðmundur Jörundsson

saga_ss13_kron1
Kron by KronKron

PULZ CAMPAIGN
PULZ CAMPAIGN

REVS MAGAZINE EDITORIAL
REVS MAGAZINE EDITORIAL

Nikewomen

Nike Women

harid

Hárið

ELL & CEE CAMPAIGN

ELL & CEE CAMPAIGN THREADS PERSONAL_
Persónulegt / Lokaverkefni

THREADS PERSONAL saga_thingvellir_inspiredbyiceand_10

Inspired By Iceland

galvan12
Galvan

_

Ef þú hefur ekki áhuga sjálf/ur þá bið ég þig að koma þessu á framfæri til einhvers sem gæti haft áhuga. Það eru jú svo margir áhugaljósmyndarar til á litla skapandi landinu okkar.

Ég ætla að gefa heppnum lesenda þáttökugjald á einu námskeiði (Að verðmæti 289.000 kr !!), til að komast í pottinn gerið þið eftirfarandi:

1. Deilið þessum póst á Facebook (niðri í hægra horninu)
2. Skrifið nafn og eina línu í komment hér að neðan, afhverju þú?

Meira um námið: HÉR

Ég dreg út fyrir helgi.

xx,-EG-.

On The Run endaði svona (!)

Skrifa Innlegg

115 Skilaboð

 1. Kristína Mekkín

  24. September 2014

  vá hvað ég væri til! :)

 2. Silvía Sif

  24. September 2014

  Held að þetta væri virkilega áhugavert, lærdómsríkt og skemmtilegt:)

 3. Erna Björk Einarsdóttir

  24. September 2014

  Ég væri svooo mikið til í læra ljósmyndun hjá Sögu Sig!

 4. Arna Sigríður Alberts

  24. September 2014

  Væri mjög mikið til, hef gaman að því að taka myndir, bæði fyrir mig og bloggið mitt, vantar klárlega meiri ljósmyndaþekkingu.

 5. Sesselja Þrastar

  24. September 2014

  Myndirnar hennar Sögu eru einstaka fallegar, mig langar að læra af henni :)

 6. Jóna Björk Guðjónsdóttir

  24. September 2014

  Ég vil læra að taka góðar myndir

 7. Sólrún Ósk Unnsteinsdóttir

  24. September 2014

  Væri æði að fá leiðbeiningar frá svona flottri konu og fá að kynnast ljósmyndun frá hennar sjónarhorni!

 8. Andrea

  24. September 2014

  Mikið væri gaman að geta lært almennilega á vélina mína og tekið flottar myndir

 9. Thelma Gunnarsdóttir

  24. September 2014

  Ég elska ljósmyndun og mig langar að læra meira í sambandi við tískuljósmyndun.

 10. Arnór Orri Einarsson

  24. September 2014

  Væri rosalega til í að fá að kinnast nýrri hlið á ljósmyndun og fá góða leiðsögn. Einnig komast einu skrefi nær draumi mínum að verða góður ljósmyndari !

 11. Heiðrún Fivelstad

  24. September 2014

  Hef verið að fylgjast með Sögu frá því ég var lítil stelpa og myndirnar hennar veittu mér innblástur að nýta íslenska náttúru í ljósmyndun. Hef gríðarlegan áhuga á ljósmyndun en á margt eftir ólært.

 12. Arnór Orri Einarsson

  24. September 2014

  Væri rosalega til í að kinnast nýrri hlið á ljósmyndun og fá góðar leiðbeiningar um hvernig ég gæti tekið betri myndir, einnig að komast einu skrefi nær að verða betri ljósmyndari !

 13. Birna

  24. September 2014

  Þetta yrði draumur <3

 14. Hrund

  24. September 2014

  Var búin að lofa sjálfri mér að fara á ljósmyndunarnámskeið í ár – að læra af Sögu Sig væri hreint út sagt fullkomið! ó mig langar..

 15. Freydís Leifsdóttir

  24. September 2014

  Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á ljósmyndun og plana að læra í framtíðinni, það væri algjör draumur að fá að stunda nám við aðal áhugamál sitt og víkka sjóndeildarhringinn enn meira.

 16. Hafdís Thòra Hafthòrsdòttir

  24. September 2014

  Thad myndi næra sköpunargledina ò svo mikid ad komast à svona nàmskeid – fràbært ad thid sèud ad gefa heilt nàmskeid! Àfram Trendnet!***

 17. Hafdís Thòra Hafthòrsdòttir

  24. September 2014

  Thad sem thetta nàmskeid myndi næra sköpunargledina!*** Àfram Trendnet!

 18. íris hrannardóttir

  24. September 2014

  Vegna þess að ljósmyndun er svo fallegt listform- segir svo margt. Ég hef brennandi áhuga að læra meira í þessum fræðum

 19. Laufey Björk

  24. September 2014

  Flottasti tískuljósmyndari landsins – Ég væri ekki bara heppin að fá að taka þátt í námskeiði sem hún kennir… nei ég væri MJÖÖÖÖG heppin, þetta væri draumur

 20. Eyrún Oddsdóttir

  24. September 2014

  Þetta er draumur í dós! Rausnarlegt af ykkur! :)

 21. Birta Rán

  24. September 2014

  Ég hef svo mikinn áhuga á að fara á þetta námsskeið undir leiðsögn Sögu þar sem hún hefur verið minn innblástur í svo mörg ár og væri það ómetanlegt og stórkostlegur heiður að fá að læra af henni.
  Ég hef aðallega verið að mynda tísku og það væri ótrúlegt tækifæri að fá að fylgjast með Sögu, sem og Ellen vinna

 22. Ég hef brennandi áhuga á ljósmyndun og hef haft hann lengi. Ég veit að ég mun læra eitthvað á þessu sviði í framtíðinni en það eina sem heldur mér aftur núna er lítil fræðileg kunnátta, þannig að það væri algjör snilld að komast á námskeið hjá svona fagmanneskju til að kickstarta drauminum.

 23. Sara Katrín Kristjánsdóttir

  24. September 2014

  Ég hef alla tíð verið litli ljósmyndarinn á mínu heimili og fengið hrós um að vera með gott auga og ná skemmtilegum augnarblikum. Mig hefur alltaf langað að læra ljósmyndun en þar sem það er frekar dýrt nám (hef ekki efni á því) þá hef ég ekki enþá látið verða af því en ljósmyndun er eitthvað sem ég ætla að læra sama hvað það tekur mig langan tíma að safna fyrir þvi. :) Veit ekkert skemmtilegra en að ná fallegum minningum og dýrmætum aungarblikum.

 24. Ólöf Gyða Risten

  24. September 2014

  Hef lengi haft áhuga á tískuljósmyndun en hef aldrei fengið mig í það að hoppa útí djúpu laugina. Held að þetta væri frábært tækifæri til að fá meiri innsýn inn í bransan og fá að læra hjá reynsluríkum fagaðila!

 25. Lovísa

  24. September 2014

  Gamall draumur sem ég hef ekki náð að framkvæma og ég að verða “gömul”…

 26. Garðar Eðvaldsson

  24. September 2014

  Ég hef haft áhuga á ljósmyndun í töluverðan tíma, og hef lesið mér mikið til á netinu. Þar eru tæknilegu hliðarnar tæklaðar á mjög markvissan hátt. En það virðist oft gleymast að minnast orði á listrænu hlið ljósmyndunar, og hvernig skal útfæra hugmyndir sínar á sem bestan hátt. Því væri þetta námskeið ágætis upplyfting í þeim efnum.

 27. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir

  25. September 2014

  Fyrst af öllu: frábært framlag og tækifæri :) Ég hef haft sturlaðan áhuga á ljósmyndun frá því að ég man eftir mér – mamma var alveg í vandræðum með mig þegar ég var yngri vegna þess að ég vildi alltaf vera fyrir aftan myndavélina en ekki fyrir framan. Ég hef lengi litið upp til Sögu, hún er frábær ljósmyndari (og ekki síst góð fyrirmynd fyrir stelpur sem vilja koma sér áfram í greininni). Ég er búin að láta mig dreyma í nokkrar vikur núna um að fara á námskeiðið hennar á RFA og væri þessi gjöf því meira en fullkomin snilld.

 28. karitas björt eiríks

  25. September 2014

  Ég er að kommenta hérna fyrir hana Maríu Björgu Gunnarsdóttur mína (mariabjorg85@hotmail.com) því ég veit ekki um neinn þó víða væri leitað sem langar jafn mikið til þess að læra ljósmyndun! Hún talar um þetta mjög reglulega en lætur aldrei verða að því svo ég held að tímasetningin sé akkurat núna!
  Svo ég krossa putta fyrir hana :)
  þvílíkur draumur **

 29. Erna Guðrún Gunnars

  25. September 2014

  Væri sjúklega til í þetta. Hef mikinn áhuga á ljósmyndun. Er mjög dugleg að taka myndir í einkasafnið, en væri svo til í að kynnast tískuljósmyndun, að taka þær, ekki að stílisera bara. Búin að læra stílistann og dreymir um að færa mig nær myndavélinni.

 30. María Björg Þórhallsdóttir

  25. September 2014

  Ég væri svo mikið til í þetta, búin að hugsa fram og til baka í hausnum á mér hvort ég ætti ekki að drífa mig í ljósmyndaskóla, það sem hefur verið að stoppa mig er kostnaðurinn og kannski líka bara þorið, en maður lifir bara einu sinni og á að gera það sem manni langar til að gera og það skemmir ekki ef maður fær smá hjálp frá gjafmildu og yndislegu fólki sem er til í að gefa manni námskeið, það er yndi :)

 31. María Björg Gunnarsdóttir

  25. September 2014

  Ég væri meira en lítið til í að komast á þetta námskeið, hef oft hugsað mér að fara í ljósmyndanám en ekki látið verða að því ennþá (eins og Karitas mín hefur greinilega tekið eftir og deildi hér að ofan). Það væri því algjör snilld að fá slíkt tækifæri að læra af flottum ljósmyndara eins og Sögu!

 32. Sandra Karen Kristjánsdóttir

  25. September 2014

  Ó vá, ég hef þónokkuð oft séð meiriháttar gjafir í vinning á þessari síðu en þessi toppar klárlega allar. Mig dreymir óóóóendanlega mikið og hef hrikalegan áhuga á ljósmyndun, Saga er fyrirmyndin mín enda virkilega hæfileikarík og ég hef verið við það að skrá mig 3 annir í röð. Þessvegna á ég það skilið! :-)

 33. Þórhildur Kristjánsdóttir

  25. September 2014

  það væri draumur að fá að læra af Sögu, hún er svo klár! hef lengi langað að læra betur á bæði stafrænu og fallegu filmu myndavélina mína!
  tel mig vera með ágætt ljósmyndaauga og stefni á þennan geira :-)

  http://totakristjans.vsco.co

 34. Silja Kristjánsdóttir

  25. September 2014

  Þegar ég var yngri dreymdi mig um að verða ljósmyndari – þegar ég sá þennan leik þá fékk ég sting í magann og hugsaði af hverju ekki halda draumnum lifandi

 35. Brynja Björg Vilhjálmsdóttir

  25. September 2014

  Að læra ljósmyndun hefur alltaf verið einn af mínum draumum en einhvern vegin hefur tækifærið ekki en komið. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég haft brennandi áhuga á ljósmyndum og gat gleymt mér heilu og hálfu dagana við að fletta ljósmyndabókum og blöðum bara til þess að dást að myndunum aftur og aftur. Mikið yrði ég óendanlega glöð ef tækifærið til þess að láta þennan draum rætast bankaði uppá ;)

 36. Hrefna Líneik Lazare

  25. September 2014

  Draumur minn myndi rætast ef ég fengi að fara á námskeið hjá færasta tískuljósmyndara Íslands!

 37. Alina

  25. September 2014

  Hef alltaf haft mikin áhuga á ljósmyndun og fallegum myndum. Tel mig hafa gott ljósmynda auga og draumurinn hefur verið lengi að læra að vera ljósmyndari og fylla heimin af fallegum myndum. Tískuljósmyndir er í sérstöku uppáháldi, hef verið að æfa mig smá í að taka myndir af fötum sem ég hef saumað en vantar að læra lýsinguna. Væri meira en til að læra meira <3

 38. Berglind R. Þorsteinsd.

  25. September 2014

  Þar sem ég bý í Danmörku finnst mér að móðir mín, Kristín Þórmundsdóttir ætti að vinna. Hún hefur alltaf haft mikin áhuga á ljósmyndun og það mundi gleðja mig mjög mikið að hún gæti loks fengið góða kennslu í ára löngu áhugamáli sínu :) svo er hún líka bara best ;)

 39. Alexandra Sæbjörg Hearn

  25. September 2014

  Ég elska tískuljósmyndun og er það draumur hjá mér að fara og læra í útlöndum ljósmyndun og þess vegna væri frábært að komast á þetta námskeið :)

 40. Sigrún Antonsdóttir

  25. September 2014

  Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt, sérstaklega ef það er eitthvað sem maður hefur mikinn áhuga á

 41. Rósalind

  25. September 2014

  Væri ekki leiðinlegt að endurvekja þennan draum minn :)

 42. Þórhalla Mjöll Magnúsdóttir

  25. September 2014

  Það væri mikill heiður að fá að læra af Sögu og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun sjálf og er alltaf þessi sem mætir með myndavélina sína á allt! Ég hef sjálf verið að taka fólk í myndatökur hjá mér og hafa þær komið út vonum framar og fólk almennt mjög ánægt með útkomuna! Ég krossa putta og bíð spennt :)

 43. Silja Fanney Steinsdóttir

  25. September 2014

  Þetta væri stórt skref í átt að draumum mínum að læra af svona frábærum ljósmyndara og án efa ómetnalegur lærdómur og reynsla á því sviði sem ég hef áhuga á :)

 44. Íris Pétursdóttir

  25. September 2014

  Saga og Ellen eru að gera svo flotta og frábæra hluti og það væri algjör draumur að læra af þeim

 45. Berglind Magnúsdóttir

  25. September 2014

  Myndi tapa mér í gleði að fá tækifæri á að komast á svona spennandi námskeið með jafn færum ljósmyndara. Áhugaljósmyndarinn í mér fær fiðrildi í magann af spenningi.

 46. Rakel Gústafsdóttir

  25. September 2014

  Mig langar verulega að fá þetta námskeið að gjöf. Ég er einstæð móðir tveggja drengja á unglingsaldri sem eru á fullu að móta sig og fer því mest allur afgangsaur á þessu heimili í þá. Ég hef alltaf haft gott auga og tekið mikið af myndum í gegnum tíðina. Núna fyrir um ári síðan eignaðist ég Canon eos vél og hef verið iðin að æfa mig og fengið nokkrar myndir birtar í blöðum og á netmiðlum, sem er frábært. En ég finn að mig vantar að skerpa á tæknilegu hliðinni og fá að þróa mig í áttina að meiri “professional” myndum. Mér finnst myndirnar hennar Sögu flottar, þær hafa í sér persónuleika, sögu og aðra dýpt sem snertir áhorfandann og það er það sem ég leitast við að ná með mínum ljósmyndum. Það yrði alveg einstakt fyrir mig og yrði ég óendanlega þakklát ef að þetta námskeið yrði mitt. Ég myndi að sjálfsögðu leggja mig alla fram og þar af leiðandi skapa góðan metnað og stemmningu með nærveru minni á námskeiðinu. Með góðri von og þökk. Rakel

 47. Erla Jörundsdóttir

  25. September 2014

  Þetta væri draumur í dós! Er búin að vera á leiðinni í ljósmyndanám svo lengi en aldrei látið verða af því, ekki þorað að kíla á það, líklega vegna kostnaðar. En núna er klárlega tíminn til að láta vaða og taka ljósmyndunina á næsta stig, loksins. Að fá tækifæri til að læra af svona flottum ljósmyndara væri svo æðislegt, myndirnar hennar eru magnaðar.

 48. Íris Ósk Valsdóttir

  25. September 2014

  Mig hefur lengi langað að læra meira varðandi ljósmyndun því mér hefur alltaf fundist gaman að taka myndir af hlutum og fólki en var fyrst nýlega að eignast myndavél sem er með útskiptanlegri linsu og því myndi svona námskeið koma sér mjög vel :).
  Saga Sig er með flottustu ljósmyndurum á landinu og maður getur pottþétt lært mikið af henni. :)

 49. Eva Lind

  25. September 2014

  Vá, vá, vá þvílíkur draumur!!

 50. Hrafnhildur Björk

  25. September 2014

  Vá hvað þetta er flott og rausnarlegt hjá ykkur. Þetta væri draumur að rætast þar sem áhuginn er mikill en maður hefur ekki getað leyft sér að elta þennan draum þar sem þriggja barna móðir þarf yfirleitt að nota peninginn í annað. Maður horfir gagntekin á fallegar tískuljósmyndir og löngunin til þess að geta tekið svona virðulegar myndir í flottum og framandi aðstæðum gerir vart við sig.

 51. Rut Karlsdóttir

  25. September 2014

  Væri áhugavert og myndi tvinnast skemmtilega saman við námið mitt!

 52. Kristín Steinunn Helga Þórarinsdóttir

  25. September 2014

  Ég hef lengi dást að hennar verkum og mig hefur alltaf langað að læra ljósmyndun almennilega!

 53. Kolbrún Gissurardóttir

  25. September 2014

  Mig hefur alltaf dreymt um að vera ljósmyndari og hef tekið að mér ýmis verkefni, þar á meðal að taka myndir fyrir portfólíur fyrir samnemendur mína í Myndlistaskólanum og fleira. En ég mig langar að kunna betur á myndavélina, ég kann ekki á öll stillingar atriðin, þó að ég sé með ágætt auga fyrir flottum myndum þá gæti ég gert þær svo miklu fallegri ef ég kynni almennilega á græjurnar.
  Stór og mikill draumur sem ég hef ekki ennþá haft efni á því að láta rætast!

 54. Guðlaug

  25. September 2014

  Váváváá!
  Ef ekki þetta námskeið hvað þá !
  Væri sko til í að komast á svona námskeið og læra þetta almennilega.

 55. Hildur Harðardóttir

  25. September 2014

  Draumur sem mig langar mjög mikið að verði að veruleika :)

 56. Vigdís Guðjohnsen

  25. September 2014

  Pick me, pick me …… mig langar svooooo

  Ég skráði mig í stílistanámið hjá þeim og langar svooooo að taka ljósmyndanámskeiðið líka :)

 57. María Erla Kjartansdóttir

  25. September 2014

  Hefur lengi verið draumur að læra ljósmyndun – væri einstakt tækifæri :)

 58. Fjóla María Bjarnadóttir

  25. September 2014

  Ég byrjaði að taka módelmyndir 12 ára gömul, gleymi gersamlega stað og stund þegar ég er að taka myndir, elska myndvinnslu – eeen vantar því miður alveg kunnáttuna (sem þetta námskeið býður upp á) til þess að hæfileikar mínir geti fengið að njóta sín. Þetta er sannkallað draumanámskeið.

 59. Svanhildur Björk

  25. September 2014

  það væri sannur heiður að fá að læra af snillingum sem þessum. mér hefur lengi langað að læra ljósmyndun og ætla mér að gera það á næstu árum, hvar væri betra að byrja en á þessu námskeiði :)

 60. Guðrún Eir Björnsdóttir

  25. September 2014

  Væri geggjað ….gamall draumur myndi rætast

 61. Erna Arnardóttir

  25. September 2014

  Vá hvað þetta er flott gjöf!

 62. Anna Steinunn Gunnarsdóttir

  25. September 2014

  Hef langað að læra ljósmyndun í mörg ár, hef fiktað mig áfram en hefði bæði sjúklega gaman og gagn af því að læra

 63. Helgi Omars

  25. September 2014

  VA! enginn sma gjafaleikur!! xx ædi ædi ædi ædi!!! xx

 64. Erna Guðrún

  25. September 2014

  Mikið væri ég til :)

 65. Katrín Hrönn Harðardóttir

  25. September 2014

  Hef alltaf verið að safna Diana f+ myndavélum og verið að leika mér sjálf og reyna læra sjálf af myndavélum og öllu sem tengist þvi. En nuna langar mer að læra frá fagmanni og lata drauminn rætast!

 66. Alda Úlfarsdóttir

  25. September 2014

  Ég er nú bara fiktari en mig langar að læra meira. Hef verið að skoða skóla og svona og þetta væri klárlega spark í rassinn að koma sér af stað! Þetta er núna minn helsti draumur :)

 67. Rán Bjargardóttir

  25. September 2014

  En frábært hjá þér Elísabet. Ég væri alltaf til í að læra meira, sérstaklega þar sem tískuljósmyndun er eitt af því sem ég á eftir að stúdera og lengi langað að prófa. Nú krossum við bara fingur og tær.**

 68. Kristín Helga Waage Knútsdóttir

  25. September 2014

  Það yrði algjörlega “Dream come true”! Mér finnst fátt skemmtilegra en að mynda og myndavélin er alltaf á lofti.

 69. hz

  25. September 2014

  ég væri alveg rosalega til i thetta namskeid. eg er ad plana ad fara i frekari ljosmyndunarnam a næsta ari og væri alveg frabært ad fa ad læra hja Sogu, fa hennar skemmtilegu reynslu beint i æd og vera virkur i ad vinna frekar ad markmidi sinu um ad verda ljosmyndari :D

 70. Sigga Elefsen

  25. September 2014

  Vegna þess að ég elska ljósmyndun og ég var að eignast lítið kríli sem ég mynda allan daginn og það væri svo gaman að fá að læra alvöru tækni hjá svona klárum ljósmyndara ! :)

 71. Ester Eyjólfsdóttir

  25. September 2014

  Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun og fiktað mig áfram, ég tala nú ekki um eftir að ég eignaðist DSLR vél fyrir fjórum árum síðan. Ég hef mest verið að taka náttúrumyndir og myndir utandyra, prófað mig áfram í næturmyndatöku, light painting, long exposure og þess háttar, en mig hefur lengi langað að læra að taka áhugaverðar og öðruvísi myndir af fólki, og sérstaklega hvernig maður notar ljósabúnað og aukahluti en aldrei komið mér í að sökkva mér almennilega í það. Saga Sig er ótrúlega fær ljósmyndari og ég hef fylgst með henni lengi og það yrði mér mikill heiður að fá að læra af henni.

 72. Oddný Sigurbergsdóttir

  25. September 2014

  Af því að ég myndi leggja mig alla fram og drekka í mig allt sem Saga segir! :)

 73. Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir

  25. September 2014

  Mig hefur dreymt um ljósmyndanám ansi lengi en aldrei þorað að láta verða af því. Ef þetta er ekki tilvalið tækifæri þá veit ég ekki hvað :)
  Eignaðist mína fyrstu Canon eos fyrir nokkrum mánuðum síðan og væri gaman að fá að spreyta sig á henni.
  *krossleggfingur**

 74. Sif Stefánsdóttir

  25. September 2014

  Mig langar að læra ljósmyndun til að geta notað kunnáttuna með myndlistinni minni.
  Þessvegna langar mig að læra af Sögu Sig, hún er ekki hvaða ljósmyndari sem er heldur listamaður.

 75. Sigurrós Jónsdóttir

  25. September 2014

  Væri alveg til í að komast á þetta námskeið, hef alltaf viljað læra meira um ljósmyndun en hef aldrei peninga né tíma í það. Væri sko meira en til í að gera eitthvað fyrir sjálfa mig :)

 76. Dagný Gunnarsdóttir

  25. September 2014

  Þvílíkur draumur sem það væri að fara á þetta námskeið! :) Áhuginn á ljósmyndun eykst með hverjum deginum svo það væri dásamlegt að fá að fara á námskeið hjá fagmanni eins og Sögu :)

 77. Fanný

  25. September 2014

  Búin að vera að hugsa um það í mörg ár að fara á námskeið, kannski þetta verði byrjunin :) Ekki verra að hefja lærdóminn hjá Sögu sjálfri.

 78. Aníta Rut Aðalbjargardóttir

  25. September 2014

  Það er búið að sitja í mér frekar lengi að læra ljósmyndun og væri gaman að fá að upplifa þann draum :)

 79. Salóme

  25. September 2014

  Það væri dream come true. Mig langar að læra að festa momentin á filmu og taka myndir sem veita bæði mér sjálfri og öðrum innblástur x

 80. Karen Rakel

  25. September 2014

  því mig dreymir um að geta tekið einstaklega fallegar myndir eins og þessar hér fyrir ofan

 81. Gunnar Malmquist Þórsson

  25. September 2014

  Ég væri til í að taka þátt þó ég hafi ekki áhuga sjálfur á ljósmyndun myndi ég gera það til að gefa kærustunni minni sem ég veit að þráir þetta námskeið því hún talar ekki um annað.
  Það er hreinlega ekki hægt að ferðast með henni án þess að þurfa að stoppa á annari hverri mínútu til að fara út að taka myndir, hún er náttúrumyndasjúk!
  Þó ég viti ekki sjálfur mikið um ljósmyndun þá finnst mér hún samt einstaklega hæfileikarík og hefur gott auga fyrir rétta augnablikinu til að mynda…..

  Hún er búin að skrá sig hér nú þegar sá ég (Sandra Karen) en mér finnst hún samt eiga þetta mest skilið hehe

 82. Katrín

  25. September 2014

  Hef fylgst með Sögu síðan að ég var lítil og það væri mikill heiður að fá að læra brota brot af því sem hún kann!

 83. Aníta Hilmarsdóttir

  25. September 2014

  Það er magnað hvað ofangreindar ljósmyndir geta fangað mann á augabragði. Saga hefur mikið að bera, fagurkeri með meiru og fer sínar eigin leiðir í myndbyggingu. Hún kann vel til verka, með alla þessa reynslu að baki væri frábært tækifæri að fá að upplifa og kynnast þeirri ástríðu sem hún býr yfir.

 84. Guðrún Kristín Vilhjálmsdóttir

  26. September 2014

  Váá hvað ég væri mikið til í að komast á þetta námskeið, hef alltaf haft mikin áhuga á ljósmyndun. Ég er að fara hefja nám við förðunarskóla núna í haust og væri algjör draumur að komast á ljósmyndanámskeið í leiðinni.

 85. Anton Bjarni

  26. September 2014

  Væri virkilega til í að læra af Sögu, mín veikasta hlið er örugglega tískuljósmyndun og væri þetta frábær leið til að læra og bæta mig á því sviði.

 86. Gunnhildur Gísladóttir

  26. September 2014

  Þetta er sverasti gjafaleikur sem èg hef tekið þátt í…þetta væri álíka og að vinna í lottó!

 87. Jóna Júlíusdóttir

  26. September 2014

  Mig hefur alltaf langað til að læra að taka flottar myndir og ekki væri verra að geta lært af þeirri bestu. Auk þess sem ég að vinna að því að koma fyrsta hlutnum mínum á markað og ekki verra að vera fær um að geta tekið myndirnar sjálf af hlutnum og vonandi hlutunum í framtíðinni.
  Það væri líka gaman að læra almennilega á frábæru myndavélina sem er til hér á heimilinu og geta þá nýtt vélina mun meira en við gerum í dag.

 88. Þóra Ásgerisdóttir

  26. September 2014

  Það væri frábært að fá að læra af svona flottum tískuljósmyndara!

 89. Helga Björg Hafþórsdóttir

  26. September 2014

  Mér hefur alltaf þótt virkilega gaman að taka myndir og það var alltaf draumurinn minn að læra ljósmyndun en… svo breytast plönin eins og annað. :)
  Það væri virkilega gaman að komast á svona námskeið og læra að taka flottar myndir og læra á myndavélina sem ég er tiltölulega nýbúin að eignast!
  Við sköpum svo flottar og skemmtilega minningar með myndum þannig að þetta væri draumurinn :)

 90. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir

  26. September 2014

  Ljósmyndun er list, mig langar að auka mína list og læra að fanga augnablikIÐ

 91. Hafdís inga HinriksdóttiR

  26. September 2014

  Því ég á æðislega myndavél sem ég þrái að kunna á til að geta fengið útrás fyrir sköpunargleði minni og áhuga á tísku og ljósmyndun

 92. Helga Marín

  26. September 2014

  Ég er að reyna komast í ljósmyndabrautina í tækniskólanum mjög bráðlega er að klára aðra braut til að komast í ljósmyndun. Það myndi hjálpa mjög mikið til að komast í brautina ef ég væri búin að fara á þetta námskeið það getur verið frekar erfitt að komast inn.
  Ég hef brennandi áhuga á ljósmyndun og stefni einmitt á þetta svið :D
  og þú værir sko bestas vinkona mín ef þú mynduir draga mig ;)

 93. Theódóra Sigurðardóttir

  26. September 2014

  Það væri algjör draumur að komast á ljósmyndanámskeið og læra af hinni hæfileikaríku Sögu Sig. Tíska og ljósmyndun eru bæði áhugamál mín og ekki væri leiðinlegt að geta tvinnað þeim saman! :D

 94. Aldís Sverrisdóttir

  26. September 2014

  Það væri ómetanleg reynsla að fá að læra hjá Sögu. Myndirnar hennar er svo flottar og hvetjandi. Frábært tækifæri fyrir áhuga ljósmyndarann :)

 95. Auður

  26. September 2014

  eftir að ég komst að því hversu dýrt væri að verða listamaður og hversu mikið þú þarft að vera sjálfselskur, þá gafst ég upp á ljósmyndun, einnig vegna veikinda. Hafði áður stundað mikið ljósmynda og listnám í háskólum í Róm, en reyndist dýrt og erfitt. Ég er eiginlega hálf búin að selja allt ljósmyndadótið, vegna þess að draumurinn fjarlægist alltaf. Ég veit ekki hvort ég mun nokkurntíman takst á við þetta eða hvort þetta mun alltaf leggja þetta til hliðar. Þetta námskeið væri eitthvað sem gæti kveikt undir ljósmyndaástríðunni og jafnvel sent mig alla leið, eins og ég hefði óskað.

 96. Anna Gréta Hafsteinsdóttir

  26. September 2014

  Ó, vá! Ég fékk spennuhnút í magann við að lesa þetta – þetta er sko veglegur vinningur. Ég get ekki státað af neinu öðru en að vera mikill áhugaljósmyndari en ég hef lengi vel talað um hversu heitt ég væri til í að vinna við ljósmyndun. Það væri draumur í dós að komast á þetta námskeið og læra af snillingnum henni Sögu Sig. Ég yrði ómetanlega þakklát.

 97. Karen María

  26. September 2014

  Þetta væri góð leið fyrir mig til þess að henta mér út í djúpulaugina í þessum efnum. Eitthvað sem allir hafa gott af :)

 98. Brynja

  26. September 2014

  Draumur minn yrði að veruleika :) Þetta namskeið hefur verið mer ofarlega i huga sl tvö ar. Elska að mynda, þo eg eigi margt olært

 99. Aldís þorvaldsdóttir

  26. September 2014

  Hef mikin áhuga a ljósmyndun og þetta væri frábær reynsla. Væri ekki verra að læra fra sögu sig!!

 100. Ágústa jónasdóttir

  26. September 2014

  Ég er búin að vera lengi á leiðinni að klára ljósmyndanám.
  fór á upplýsinga og fjölmiðlabraut í Tækniskólanum en náði ekki að sækja um sérsvið vegna veikinda.
  En hef einstaklega gaman af að mynda og þá aðallega tísku og portret, er núna á listnámsbraut í iðnskólanum í hafnarfirði og það væri sko algjör draumur að geta klárað ljósmyndanámið og lært af svona frábæru fólki.
  Yrði óendanlega þakklát ef ég væri valin og lofa að standa mig svakalega vel :)

 101. Sigríður Elísabet

  26. September 2014

  Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndum. Mig hefur alltaf langað til að gægjast inn í þennan heim og læra ljósmyndun en hef aldrei látið verða af því. Það væri mikið tækifæri að fá að komast á svona námskeið :-)

 102. Sigrún

  26. September 2014

  það væri bara ótrúleg forréttindi..

 103. Rakel Guðmundsdóttir

  26. September 2014

  vá það væri bara draumur að veruleika. Langar ótrúlega mikið að læra ljósmyndun en það er bara svo dýrt – Ótrúlega flottar myndir hjá henni, óska þess innilega að ég verði dregin út.

 104. Ebba

  26. September 2014

  Væri yndislegt!!!

 105. Ebba

  26. September 2014

  Væri yndi, elska að taka myndir. Langar að breyta til og læra meira…

 106. Unnur Anna Árnadóttir

  26. September 2014

  Reyndar deili ég þessu fyrir elsku móður mína sem hefur lengi dreymt um ljósmyndanám – Hún er ótrúlega klár að taka myndir og hefur unnið mörg verðlaun, þetta væri algjör draumur fyrir hana. Hún er manneskja sem er alltaf að gefa frá sér ást og kærleik og hjálpar öðrum fyrir ekkert í staðinn og á svo skilið að fá eitthvað svona til baka <3 <3 <3

  http://www.blipfoto.com/agnesskula

 107. Agnes H. Skúladóttir

  26. September 2014

  Mikið væri gaman að læra af svona góðum ljósmyndara eins og Sögu Sig. sem ég hef fylgst með lengi. Ég er á áhugaljósmyndari og mig langar að láta drauminn rætast og læra ljósmyndun af fagfólki.

 108. Laufey Ósk

  26. September 2014

  Ég er ljósmyndari, búin að starfa í portrett bransanum í þrjú ár eða frá því ég tók sveinsprófið en ég veit með vissu að ég gæti lært svo mikið meira hjá Sögu og Ellen í RFA, og af samfélaginu öllu þar. Hef haft auga á skólanum síðan hann var stofnaður en ekki enn drifið mig. Maður hættir aldrei að læra. Ég er mikið á námskeiðum tengdum faginu og þó ég vinni við þetta alla daga fara mörg kvöld og helgar líka í að skoða og læra á netinu. Þetta væri frábært námskeið til að víkka út sjóndeildarhringinn og verða enn betri. Rosa flottur vinningur hjá ykkur og flott síða, kíki reglulega hingað.

 109. Sigrún

  26. September 2014

  Mig langar alveg sjúklega að vinna þennan vinning, ekki fyrir mig, heldur fyrir yndislega vinkonu sem hefur brjálaðan áhuga á ljósmyndun. Væri ekki leiðinlegt að vinna þetta og geta gefið henni í þakklætisskyni fyrir að taka sjúkar myndir af börnunum mínum. En hún er sjúklega hæfileikarík en ég veit að hana langar að læra meira… :D

 110. Eva Sigurðardóttir

  26. September 2014

  Langar mjög mikið að læra ljósmyndun í háskóla og stefni út í nám. Þetta væri brilliant til að koma mér af stað og safna efni í portfolio!

 111. Linda Ólafsdóttir

  26. September 2014

  HJÁLP !!! Mig langar svo að komast út fyrir þægindrammann og sleppa fram af mér beislinu í ljósmyndun, námskeiðið yrði alger draumur fyrir mig :)

 112. Svandís Dröfn Jóhannesdóttir

  29. September 2014

  Þetta er draumur sem yrði að veruleika ef ég kæmist á svona flott námskeið:). og yrði skemmtilegt og lærdómsríkt.