fbpx

EINFÖLD & BRAGÐGÓÐ ÍDÝFA

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Hér kemur uppskrift að dásamlegri ídýfu sem er ein sú allra einfaldasta og passar svo vel með Maruud bleika snakkinu með hvítlauk, bjarnarlauk og chili. Tilvalið til að bjóða uppá á gamlárskvöld. Ídýfan inniheldur sýrðan rjóma, krydd og Tabasco Habanero sósu. Gerist ekki einfaldara!

// Ég útbjó uppskriftina í samstarfi við Innnes.

1 dós sýrður rjómi
1 tsk saltflögur
1 tsk laukduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk pipar
Tabasco Habanero sósa eftir smekk
Maruud með hvítlauk, bjarnarlauk og chili

Aðferð

  1. Blandið saman sýrðum rjóma, salti, laukdufti, hvítlauksdufti og pipar.
  2. Bætið Tabasco Habanero sósu eftir smekk og hrærið saman. Smakkið ykkur til því sósan er mjög sterk.
  3. Berið fram með Maruud snakki og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

JÓLA COSMO

Skrifa Innlegg