fbpx

SHAKSHUKA ALA HILDUR RUT MEÐ RICOTTA OSTI

MORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUppskriftir

Afar gómsætur réttur sem er tilvalinn í brönsinn. Þetta er nú alls ekki hefðbundinn Shakshuka réttur en mér finnst þessi útgáfa miklu betri! Ferskir tómatar, laukur, egg, kryddjurtir og ricotta ostur borið fram með ristuðu súrdeigsbrauði. Einfalt og bragðgott. Mér finnst mjög gott að bera réttinn fram með góðu cava.

Fyrir 2-3
500 g litlir ferskir tómatar t.d. kokteiltómatar
1 lítill laukur
Ólífuolía
3 hvítlauksrif
Krydd: Paprikuduft, chili, salt og pipar
4 egg
5-6 msk ricotta ostur (fæst t.d. í Krónunni)
Ferskar kryddjurtir: T.d. steinselja, oregano og timían
Toppa með: ferskum kryddjurtum og vorlauk

Aðferð

  1. Skerið tómata, lauk og ferskar kryddjurtir smátt.
  2. Steikið tómatana og laukinn uppúr ólífuolíu á pönnu. Pressið hvítlauk út í og bætið kryddi og kryddjurtum saman við.
  3. Hrærið öllu vel saman og látið malla í 5-7 mínútur eða þar til tómatarnir eru orðnir vel mjúkir og maukaðir. Gott að loka pönnunni með loki.
  4. Brjótið eggin út í tómatana og dreifið ricotta ostinum yfir. Lokið pönnunni og látið eggin eldast í um 3-4 mínútur eða þar til þau eru eins og þið viljið hafa þau. Mér finnst best að hafa rauðuna fljótandi.
  5. Berið fram með súrdeigsbrauði og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

TANDOORI KJÚKLINGUR Á NAAN BRAUÐI

Skrifa Innlegg