fbpx

TANDOORI KJÚKLINGUR Á NAAN BRAUÐI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Bragðgóður og ljúfur grillréttur sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Þið verðið að prófa þennan í sumar. Grillaður tandoori kjúklingur borinn fram á heimagerðu naan brauði með cheddar- og rjómaosti, gúrku, tómötum, klettasalati og mangó chutney sósu. Þessi réttur leikur við bragðlaukana og frábær með ísköldu hvítvíni. Mér finnst algjört must að bera réttinn fram með indverskum sætkartöflufrönskum, þið finnið uppskriftina hér.

Fyrir fjóra
1 pkn Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri (700 g)
2 msk hrein jógúrt
3 msk tandoori paste frá Patak’s
Philadelphia rjómaostur
2 dl smátt skorin gúrka (eða magn eftir smekk)
2 dl smátt skornir kokteil tómatar (eða magn eftir smekk)
Rifinn cheddar ostur eftir smekk
Ruccola salat eftir smekk
1-2 vorlaukar
Ferskur kóríander eftir smekk

Heimagert naan brauð (8 stk) – uppskrift hér
2 dl fínt spelt (& meira ef þarf)
1 dl hrein jógúrt
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/2 tsk garam masala (má sleppa)

Mangó Chutney sósa
2 dl hrein jógúrt
3 msk mangó chutney frá Patak’s

Aðferð

  1. Snyrtið kjúklinginn og blandið honum saman við jógúrt og tandoori paste í skál. Leyfið kjúklingnum að marenerast í 1 klukkustund eða jafnvel yfir nótt.
  2. Grillið kjúklinginn á heitu grilli þar til hann er eldaður í gegn.
  3. Smyrjið naan brauðin með rjómaosti og dreifið yfir rifnum cheddar osti eftir smekk. Bakið inní ofni í 5-7 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
  4. Dreifið klettasalati yfir ásamt smátt skornum tómötum og gúrku. Leggið eitt kjúklingalæri ofaná og dreifið sósunni, smátt skornum vorlauk og kóríander.

Naan brauð

  1. Blanda saman spelti,  jógúrt, salti og garam masala í skál með sleif eða skeið.
  2. Hræra öllu vel saman og að lokum nota hendurnar til að mynda kúlu. Bætið spelti saman við eftir smekk ef ykkur finnst blandan of blaut.
  3. Myndið 6-8 kúlur úr deiginu og fletjið þær út með kökukefli.
  4. Steikið deigið á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Tekur stutta stund að steikjast, fylgist með og passið að brauðið brenni ekki.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

CHIA GRAUTUR MEÐ GRÍSKRI JÓGÚRT, DÖÐLUM & MÖNDLUSMJÖRI

Skrifa Innlegg