fbpx

CHIA GRAUTUR MEÐ GRÍSKRI JÓGÚRT, DÖÐLUM & MÖNDLUSMJÖRI

MORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Ljúffengur chia grautur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Chia grautur með grískri jógúrt, hunangi, bláberjum, döðlum, möndlusmjöri, hampfræjum og kanil. Einnig gott að skipta bláberjunum út fyrir öðrum ávöxtum eða berjum. Hann er góður bæði sem morgunmatur og hádegismatur. Gott að grípa hann með sér tilbúinn í vinnuna.

Fyrir einn
3 msk chia fræ
2 dl vatn
1/2 dl grísk jógúrt
1 msk hunang eða önnur sæta (eða magn eftir smekk)

Toppa með:

Möndlusmjöri
Bláberjum
Söxuðum döðlum
Hampfræjum
Smá Kanill

Aðferð

  1. Blandið saman chia fræjum og vatni. Hrærið vel saman í byrjun og leyfið svo blöndunni að standa yfir nótt í ísskápnum. Gott að gera nokkra skammta og eiga til í ísskápnum.
  2. Blandið hunangi og gríski jógúrt við chia grautinn eftir smekk.
  3. Toppið með möndlusmjöri, bláberjum, söxuðum döðlum, hamprfæjum og kanil eftir smekk.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BANANA MUFFINS

Skrifa Innlegg