fbpx

HVAR VÆRUM VIÐ ÁN PINTEREST?

Fyrir heimiliðMæli með

Pinterest er oft besti kosturinn þegar þú ert í leit að innblæstri hvort sem það er fyrir heimilið, til að fá hugmyndir af nýjum samsetningum fyrir dress morgundagsins, föndur til að gera með krökkunum eða ný kökuuppskrift fyrir helgina. Heill heimur af hugmyndum sem ég vona að þið séuð flest að nýta ykkur að einhverju leiti. Oft geta allar þessar ljósmyndir og hafsjór af innblæstri hjálpað okkur til að móta eigin hugmyndir og stíl og jafnvel verið gott fyrsta skref ef þú stefnir á breytingar eða jafnvel ætlar að fá hönnuð til að aðstoða þig og getur þannig sýnt með myndum hvað heillar þig. Ef þú ert byrjandi að nota Pinterest þá mæli ég með að skoða myndirnar sem taka á móti þér og smella á þá mynd sem höfðar best til þín og þar færðu upp enn fleiri myndir í svipuðum stíl og þú varst að skoða, svo leikur þú þér að því að raða myndunum í möppur og hægt og rólega lærir Pinterest inn á þann stíl sem höfðar best til þín.

 Hvað værum við hreinlega án Pinterest? ♡

Myndir : Pinterest/Svartahvitu

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : ELÍSABET & PÉTUR Í VEST SELJA

Skrifa Innlegg