fbpx

FALLEGT ÞVOTTAHÚS – NÆST Á DAGSKRÁ

Fyrir heimilið

Ég elska að það séu ennþá eftir nokkur stór verkefni á heimilinu því mér finnst svo ótrúlega gaman að skoða og spá í hugmyndum. Þegar allt á listanum klárast þá hlýtur manni að byrja að leiðast… eða kannski verður það ansi ljúft bara? Þvottahúsið á okkar heimili er algjört ástand svo vægt sé tekið til orða, það er jú líka eina geymslan á heimilinu og opnar hillurnar gjörsamlega flæða út á gólf með tilheyrandi drasli og stöku sinnum blóti að komast ekki almennilega að þvottinum haha. Þvottahúsið er í endanum af eldhúsinu okkar og með einum besta glugganum á heimilinu sem horfir í átt að sólsetri og því algjör synd að þar sé alltaf lokað inn. Draumurinn er því að taka allt út og setja upp fallegar innréttingar og nýtt gólfefni, mála veggi og setja upp nýtt ljós og þannig geta haft opið inn og hleypa meiri dagsbirtu í eldhúsið og í leiðinni “stækka” rýmið.

Ég tók mig því til og fann nokkrar myndir til innblásturs…

Takk fyrir lesturinn – eigið góða helgi ♡

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

MEÐMÆLI DAGSINS : BIO KULT MIND - fyrir covid heila & fleiri

Skrifa Innlegg