fbpx

FRAMKVÆMDIR: FYRIR & EFTIR

20202022FRAMKVÆMDIRYOUTUBE

Er eitthvað skemmtilegra en að sjá fyrir & eftir myndir/myndbönd? … ég hef allavega mjööög gaman af því.

Árið 2020 þá fórum við í framkvæmdir & tókum heimilið okkar bókstaflega í gegn. Ég var ólétt af Emilíu og við vorum á fullu að gera heimilið tilbúið áður en hún mætti á svæðið. Emilía er orðin meira en eins árs og JÁ ég er fyrst núna að sýna frá lokaútkomunni 🙉  Þið ættuð að þekkja þetta, maður á alltaf eftir að gera eitthvað meira. Annars þá er ég bara nokkuð sátt með heimilið okkar núna þannig að ég fór beint í að taka upp lokaþáttinn af framkvæmdaseríunni …

Fyrst þá langar mig að sýna ykkur nokkrar fyrir & eftir myndir:
(þið verðið að afsaka gæðin)SJÓNVARPSHOL 👆🏻

BAÐHERBERGI 👆🏻

STOFAN 👆🏻

SVEFNHERBERGIÐ OKKAR SEM VARÐ SÍÐAN AÐ HERBERGINU HENNAR EMILÍU 👆🏻

ELDHÚSIР👆🏻

YOUTUBE MYNDBAND AF ÖLLU FERLINU 

Við gáfum okkur loksins tíma til þess að taka upp, sýna frá fyrir og eftir framkvæmdirnar. Það er eiginlega ótrúlegt að horfa á þetta á myndbandi og sjá hvað þetta er stór breyting. Ég myndi ekki segja að þessar myndir hér fyrir ofan væru nóg til þess að sjá lokaútkomuna þannig að ég mæli með að horfa á myndbandið hér fyrir neðan:

Sæktu þér heitann kaffibolla eða popp eða ís eða ávexti – þú ræður … & ýttu á PLAY 🛠

ArnaPetra (undirskrift)

HORMÓNAKERFIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1