fbpx

FRAMKVÆMDARGLEÐIN HEIMA

Fyrir heimiliðPersónulegt

Hægt og rólega höfum við verið að breyta og bæta heimilið, lesist með áherslu á hægt… Við tökum fyrir eitt verkefni í einu, bíðum og spörum pening og göngum svo í verkið sem þó hafa verið ótalmörg. Síðasta haust var skipt um glugga í öllu húsinu og núna nýlega mætti loksins ný útidyrahurð mér til mikillar gleði. Allt saman hlutir sem mikil þörf var á að skipta um og bíða okkar enn fleiri stór verkefni núna í sumar við húsið. Hér innandyra höfum við verið þolinmóð en það er eitt verkefni sem ég átti eftir að sýna frá hér á blogginu.

Síðan við fluttum inn höfum við haft eitt ágætlega rúmgott horn sem átti engan tilgang í lífinu nema að safna drasli og langaði mig mikið að bæta úr því. Heppin er ég að eiga eitt stykki húsgagnasmið hér á heimilinu og því var hann enga stund að smíða nokkrar hillur fyrir hornið og málaði þær í sama lit og veggirnir eru, hann smíðaði fjögur stykki en við enduðum á að setja bara upp þrjár. Útkoman er þessi ágæta vinnuaðstaða og bókahillur sem verða fljótar að fyllast ef ég þekki mig rétt:)

Hillurnar eru smíðaðar þannig að þeim var rennt yfir spítur sem voru skrúfaðar í vegginn. Þannig þola þær mikla þyngd og engar festingar sjáanlegar sem ég vildi.

Áfram gakk – þá eru bara 99 verkefni eftir á listanum ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI : BÓLSTARÐARHLÍÐ

Skrifa Innlegg