fbpx

NÝTT Í BARNAHERBERGIÐ : MOUSE CHAIR ÚR EIK

BarnaherbergiHönnunSamstarf

Þessi litli sæti borðkrókur inni hjá dóttur minni hefur slegið rækilega í gegn og elskar lillan mín að sitja þarna og bjóða mér  upp á kaffibolla og meðlæti. Nofred hönnunarmerkið er í miklu uppáhaldi hjá mér en það var ást við fyrstu sýn þegar ég sá Mouse stólinn í fyrsta sinn, þessi krúttlegu “eyru” sem bak stólsins eru eitthvað svo ótrúlega sjarmerandi. Við áttum áður stólinn í hvítum lit ásamt borði í stíl svo það gladdi mikið að vera boðið samstarf við Nofred og Epal og bæta við litlum eikarstól sem samstundis færði mikla hlýju inn í herbergið.

Sjá þessa krúttdömu sem segir núna alla daga “mamma sita” og elskar hún að sitja þarna og dúlla sér.

Herre gud… ég veit ekki um krúttlegri barnahúsgögn. Fyrir áhugasama þá er spegillinn inni hjá Birtu Katrínu líka frá Nofred (samstarf). En allar upplýsingar um húsgögnin finnur þú hér. Jiminn ég get nánast ekki beðið eftir að lillan mín vaxi upp úr barnamatarstólnum sínum svo hún geti eignast Mouse matarstól sem mér þykir alveg töluvert fallegri en þessir hefðbundnu matarstólar …

"EN ÞAÐ STYTTIR ALLTAF UPP & LYGNIR"

Skrifa Innlegg