fbpx

FALLEGT FYRIR BÖRNIN // OYOY MINI

BarnaherbergiSamstarf

OYOY mini er fallegt danskt lífstíls og barnavörumerki sem er hluti af þekkta OYOY heimilisvörumerkinu sem ég held mikið uppá. Mini vörulínan þeirra er einstaklega skemmtileg þar sem finna má matarstell í laginu eins og regnboga og ský, litríkar dúskalengjur, gullfallega perluregnboga sem njóta sín einnig vel sem hillupunt, margnota rör í mörgum litum, ísform, mjúkdýr og svo margt margt fleira. Ég nældi mér í regnbogamatarsettið nýlega og það vakti mikla lukku þar sem hægt er að raða mat eða nasli í nokkur hólf sem gerir matmálstímann smá meira spennandi.

Ég heillast svo af barnavörum þar sem hugsað er útí minnstu smáatriði, litirnir eru girnilegir, gæðin eru mikil og úr heiðarlegum efnum og það er eitthvað svo skemmtilegt við þessar vörur og gaman að skreyta heimilið með þeim.

OYOY var stofnað árið 2012 af danska hönnuðinum Lotte Fynboe og hefur vakið mikla lukku fyrir einstakan stíl með norrænu yfirbragði. Það eru margir hlutir úr barnavörulínunni sem ég gæti hugsað mér að skreyta herbergi dóttur minnar með.

Fyrir áhugasama þá fæst OYOY núna hjá Nine Kids og þú getur smellt á þennan hlekk til að skoða vöruúrvalið sem mun bara bætast við á næstunni ♡

TREND: VEGGFÓÐUR Í BARNAHERBERGIÐ

Skrifa Innlegg