fbpx

NÝTT GORDJÖSS BARNAVÖRUMERKI // THAT’S MINE

BarnaherbergiBörnSamstarf

Það er langt síðan ég féll jafn kylliflöt fyrir nýju barnavörumerki en That’s Mine eða ég áedda í “góðri þýðingu”, er eitt fallegasta barnavörumerki sem ég hef lengi séð. Mjúkir og mildir jarðlitir og krúttlegar myndskreytingar með risaeðlum og blómum einkenna þetta danska merki sem býður upp á úrval af sætum fötum, leikföngum og allskyns punti fyrir barnaherbergið. Það eru nokkrir hlutir þarna sem ég er mjög spennt fyrir og ég hlakka til að kynna mér vörurnar þeirra betur á næstunni.

Þarna má einnig finna nokkra klassíska hluti sem margir foreldrar með ung börn hafa kannski verið í leit af – nema ekki í gulur/rauður/grænn litasamsetningunni (ég veit hvað þið eruð sum að hugsa haha) en stundum hreinlega eru ofur litríkar barnavörur ekki alltaf efst á óskalistanum, heldur eitthvað í mildum litum sem fellur dálítið inn í umhverfið helst. T.d. skemmtileg leikgöng skreytt blómum, sem mun án efa vera með fyrstu vörunum sem ég ætla að skoða betur þar sem bæði börnin mín elska allt sem hægt er að skríða í gegnum og leika með frjálst í opnum leik.

Sjáið hvað þetta er sætt

Þessar tvær vörur hér að neðan eru efst á óskalistanum fyrir dóttur mína, ótrúlega fallegur regnboga vegglímmiði og leikgöng í ljósum lit sem myndi ekki trufla þó það væri uppi í lengri tíma í stofunni hjá mér. Þarna er einnig margt sem ég hefði elskað að eiga með nýfædda dóttur mína, en mun núna heldur grípa í þær þegar kemur að gjöfum fyrir lítil kríli og nýbakaðar mömmur.

Það var Nine Kids sem var að taka inn þetta dásamlega fallega vörumerki, That’s Mine ♡

Takk fyrir lesturinn,

SÆNSKT SVEITASETUR SEM SEGIR VÁ!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Tinna

    28. August 2022

    Hæhæ Thats mine er æðislegt merki sammála:) en ég er allaveg búin að versla vörur frá þeim í Móðurást frá því áður en mitt barn fæddist og það er að verða eins árs :)