fbpx

HEIMSINS FALLEGUSTU GARDÍNURNAR KOMNAR UPP

Fyrir heimiliðSamstarfStofaUppáhalds

Núna fer að verða komið heilt ár frá því að ég skrifaði fyrst um heimsins fallegustu gardínurnar sem varð svo mest lesna færslan mín á síðasta ári. Núna er hinsvegar komið að því að þessar sömu gardínur sem ég féll svona kylliflöt fyrir eru loksins komnar upp á heimilinu okkar en það eru New Wave gardínur með höráferð frá Z brautum & Gluggatjöldum. Ég hef átt í mjög góðu samstarfi við Z brautir undanfarið ár og því kom ekki annað til greina en að leita aftur til þeirra varðandi samstarf þegar við vorum að koma okkur fyrir á nýja heimilinu enda eru þeir fremstir á sínu sviði. Þegar flestir hugsa um gardínur koma líklega hvítar gegnsæjar Voal efst upp í hugann og þessvegna þykir mér sérstaklega gaman að geta sýnt ykkur aðra möguleika, höráferðin er auðvitað dásemd ein og ég valdi off white lit sem gefur meiri hlýju. New Wave gefur djúpar bylgjur en ekki rykkingar og þegar dregið er fyrir eru bylgjurnar nánast symmetrískar sem er róandi fyrir huga og augu að mínu mati. Ég valdi að setja brautina yfir allt loftið svo gardínurnar geti flætt yfir alla stofuna þar sem tveir flennistórir gluggar eru, en einnig get ég dregið þær til svo vængirnir fjórir sitji sitthvorum megin við gluggana. Útkoman er stórglæsileg þó ég segi sjálf frá og ég get ekki beðið eftir að fá gardínurnar (sem voru í gamla herberginu okkar) upp í svefnherbergin og þá er nánast allt heimilið klætt með þessum fallegu gardínum ♡

Gardínurnar gefa mikla hlýju, ramma inn stofuna, auka hljóðgæði á heimilinu umtalsvert og síðast en ekki síst eru þær svo fallegar. Eruð þið jafn skotin og ég ? ♡

Hér sjáið þið hvernig New Wave bylgjurnar eru þegar dregið er fyrir. Í miðjunni sjáið þið hvar tveir vængir mætast, en bylgjurnar eru annars 100% reglulegar.

Tilfinningin að vera heima núna eftir að gardínurnar komu upp er yndisleg, sérstaklega á kvöldin. Ég bý ekki við mjög fjölfarna götu en það að hafa möguleika á að geta lokað að sér en fá samt birtu inn er mjög gott fyrir sálina.

// Samstarf – Z brautir & Gluggatjöld 

Ég hef átt í mjög ánægjulegu samstarfi undanfarið með eiganda Z brauta & Gluggatjalda, gardínurnar valdi ég sjálf út frá eigin smekk en einnig með ráðgjöf Guðrúnar hjá Z brautum sem er algjör sérfræðingur þegar kemur að gardínum. Í leiðinni fékk ég að heyra og sjá allt um strauma og stefnur í gardínubransanum sem ég hlakka til að geta sagt ykkur betur frá, en það er heill heimur í boði, allir heimsins litir og mynstur og tala nú ekki um ólík efni og þykktir. Innan skamms kem ég til með að sýna ykkur fleiri möguleika með gardínur sem ég veit að mun koma til með að nýtast ykkur vel.

Hvernig lýst ykkur á breytinguna?♡

VOR Í LOFTI Á FALLEGU ÍSLENSKU HEIMILI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð