fbpx

ALLT SEM ER GRÆNT GRÆNT….

HeimiliStofa

Það er svo mikið í gangi í þessari stofu að ég veit varla hvar skal byrja… fyrst þegar ég sá myndirnar varð ég alveg heilluð uppúr skónum og hugsaði bara vá þetta er nú eitthvað. En nördinn ég fór svo að skoða betur myndirnar og miðað við stílinn og stemminguna sem við sjáum þá hefði ég staðsett íbúðina í Svíþjóð og þá eru nokkrir hlutir sem hreinlega passa ekki þangað inn. Fyrsta lagi er það brúna köflótta teppið sem er fremst á myndinni og í öðru lagi þá er það skipsstýrið í eldhúsinu, þriðja lagi er það óvenjulegt val á gólfefni í stofu og í fjórða lagi er það ein plantan þarna í hægra horninu, stór þykkblöðungur sem ég hef hreinlega ekki séð í innliti áður.

Höldum áfram með nördasöguna. – þá kom að því að finna uppruna myndanna og komst ég þá að því að myndirnar eru tölvuteikningar gerðar af Hoang Long sem er búsettur í Víetnam og vinnur sem 3D listamaður. VÁ! 

green-living-room-2 green-living-room-3 green-living-room-4 green-living-room

AN5-1 AN7-1

Þessi er svo sannarlega hæfileikaríkur og á sama tíma með góðan smekk!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

PALLÍETTUR & HLÉBARÐAR

Skrifa Innlegg