fbpx

SNÚRAN.IS OPNAR VERSLUN

Búðir

Ég er mjög spennt fyrir því að ein af mínum uppáhaldsvefverslunum, Snúran.is mun opna sína fyrstu verslun á morgun í Síðumúla 21. Ég hef dálítið verið að versla við hana Rakel hjá Snúrunni og við höfum hreinlega orðið hinar fínustu vinkonur, þú veist s.s. að þú ert að versla mikið þegar þú ert orðin vinur verslunareigandans;)

11046578_1084090061604982_7825400715675000107_n

Þetta rúmteppi frá OYOY er svo ofsalega fínt.

10980727_1071019569578698_7106949236754201719_n

Þessir lúxus “Ikea” pokar frá Herman Cph eru að gera mjög mikið fyrir mig, þeir ættu í rauninni að fá sérfærslu. Ég og bláu ljótu Ikea pokarnir eigum nefnilega langa sögu og mikið sem ég hefði elskað að svona fallegir pokar hefðu verið til þegar ég var nánast með þennan bláa límdann við öxlina á mér þegar ég var í námi í Hollandi. Þannig hjólaði ég reglulega í skólann með viðkvæm módel og annað skóladót í pokanum, svo fór ég þess á milli með pokann troðfullan af fötum í þvottahúsið. Þeir eru nefnilega algjör snilld, -sko Ikea pokarnir eins og þið mörg vitið mögulega, en liturinn, ó þessi litur hann er nefnilega engin heimilisprýði.

12879_1075673415779980_3645248008138093474_n

Bjartur var að biðja mig um að kaupa handa sér svona sveppapúða…

10390121_1080864775260844_816046510624985335_n

Og svo mögulega eini hluturinn sem mig vantar í rauninni að eignast, hitt allt er bara svona ef lottóvinningurinn langþráði birtist;) Það er nefnilega eldhúsrúllustandur, og þessi er einn af þeim flottari. 

Verslunin verður staðsett á Síðumúla 21 og á morgun verður smá opnunarhóf á milli kl.17-19. 

x Svana

HOME SWEET HOME

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Eva Ýr Óttarsdóttir

    19. March 2015

    Er svo innilega sammála þér með eldhús rúllu standinn. Ég hef verið að leita af þeim “eina rétta” mjög lengi og loksins ákvað ég að fá mér Hexagonal frá Ferm living, en hann virðist vera ófánlegur í augnablikinu…! En þessi er mjöf flottur hvaða merki er hann frá..? Og síðan er ég mjög skotin í nýju stöndunum frá HAY (svona ef þú ert að leita af þeim eina rétta ;) )