fbpx

INNLIT Í HAY VERSLUN Í BATH

BúðirHönnun

Ég kíkti nýlega til fallegu borgarinnar Bath sem er í suður Englandi. Borgin sem er á heimsminjaskrá er ein af þeim fallegri sem ég hef heimsótt og þrátt fyrir að þetta hafi aðeins verið dagsferð náði ég að sjá fallegar fornminjar borgarinnar ásamt því að skoða miðbæinn vel. Í borginni voru nefnilega tvær af mínum uppáhaldsverslunum, HAY og Anthropologie og ég tók nokkrar myndir til að deila með ykkur. Ég elska að komast í sérverslanir og að geta séð allt vöruúrval merkjanna eins og t.d. er í tilfellinu með HAY sem ég held mikið upp á.
IMG_2655

Hér heima er Epal söluaðili HAY og hjá þeim má sjá brot af öllu vöruúrvalinu en svo er alltaf hægt að sérpanta vörur sem eru ekki til í búðinni. Ég var búin að hafa augastað á stofuborði/kaffiborði í smá tíma og fannst því æðislegt að fá að sjá það með eigin augum áður en ég færi út í það að leggja inn pöntun. Borðið sem um ræðir er þetta litla sexhyrnda úr brassi en ég myndi þá para það saman við annað borð. Verst er þó hvað lagið og efnið í borðinu er einstaklega óbarnvænt. IMG_2634

Alveg tjúllað borð að mínu mati.

IMG_2676

Borðin heita Split table og koma í nokkrum litum og eru til sexhyrnd, ferhyrnd og hringlaga.

IMG_2658

IMG_2637

Búðin var alveg einstaklega skemmtileg og lífleg sem er reyndar það sem ég myndi einnig segja um vörumerkið sjálft, algjört uppáhalds hjá mér!

IMG_2632 IMG_2648 IMG_2641 IMG_2640 IMG_2630 IMG_2626

Fallegustu herðatré sem ég veit um… hægt og rólega stækkar safnið mitt:)

IMG_2677IMG_2673IMG_2672IMG_2664IMG_2662IMG_2661

Ég er mjög hrifin af þessum staflanlegu geymsluboxum og svo standa rúmteppin alltaf fyrir sínu.

IMG_2657IMG_2620

Það sem mér þótti gaman að heimsækja þessa verslun og þvílík fegurð þarna inni, verst hvað óskalistinn lengdist um nokkra hluti. Þá er bara spurningin hvað ég eigi að gera varðandi þetta gyllta borð sem mig langar ó svo mikið í, en verandi með einn 7 mánaða gamlann, sófaborð með sex hornum hljómar nefnilega ekki svo barnvænt:)

Eigið góða helgi!

x Svana

Screen Shot 2015-04-23 at 22.38.42

ÁTAKIÐ

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sibel anna

    19. April 2015

    Er hún ódýrari en epal?:)

    • Svart á Hvítu

      19. April 2015

      Nei alls ekki ódýrari! Hefði ekki borgað sig fyrir mig að versla þetta úti en samt gaman að skoða:)