fbpx

NÝTT UPPÁHALD: RÖKKURRÓS

BúðirFyrir heimiliðVeggspjöld

Ég reyni dálítið að hafa síðuna mína þannig uppbyggða að hún er einfaldlega gott mix af því sem mér þykir persónulega vera áhugavert, og eitt af því eru tips um nýjar og fallegar verslanir. Í dag kíkti ég í fyrsta skipti við hjá Rökkurrós en ég hafði fylgst með þeim á netinu í dálítinn tíma en þau opnuðu loksins verslun fyrir rúmlega viku síðan í Grímsbæ þar sem Petit var áður. Ég fór þangað til að sækja Andy Warhol plakat sem ég hafði pantað mér en ég dauðsá alltaf eftir mínu sem ég hafði selt í einhverju flýti í fyrra svo ég var ekki lengi að ákveða að skella mér á annað þegar þau loksins voru byrjuð að fást á Íslandi. Það verður að viðurkennast að eins gaman það er að versla á netinu þá er alltaf allt annað að geta líka snert og skoðað hlutina og séð þá í umhverfi, og nokkrir hlutir þarna komu mér skemmtilega á óvart sem ég hafði áður séð í annaðhvort innlitum eða á vefsíðunni þeirra.

12325622_10154358006688332_400861167_o 12315021_10154358006463332_396935635_o 12318453_10154358005973332_793729817_o 12318337_10154358007128332_1405420702_o

Love Warrior myndirnar heilla mig alveg uppúr skónum.

12315309_10154358007228332_1008577732_o

Það munaði mjög litlu að ég hafi nælt mér í nokkur svona jóla-hreindýraskraut en mundi svo að ég er að spara…

12318461_10154358006268332_953478123_o12318172_10154358005663332_526765257_o

 Hversu fínt?

P.s. ég er að undirbúa trylltasta gjafaleik sem hefur komið inn á þetta blogg… ég mæli með að fylgjast vel með:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

JÓLABLÓMIÐ: HÝASINTA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Daníel

  30. November 2015

  Flott búð, maður þarf greinilega að kíkja í Grímsbæ! P.S. Ég bíð spenntur eftir gjafaleiknum.
  Kv gjafaleikafíkillinn :P

 2. Linnea

  1. December 2015

  Love this store and what she did with the space <3