BÓHEM & BJÚTÍFÚL

Heimili

Rómantískt veggfóður, dökkur viður og bóhem fílingur er eitthvað sem ég skrifa ekki oft um, en almáttugur hvað þessi íbúð er falleg. Héðan má fá margar hugmyndir af fallegum myndaveggjum enda nóg af þeim á aðeins 58 fermetrum, takið eftir hvernig myndirnar eru einnig hengdar upp á ólíklegustu staði – fyrir ofan hurðarop, og á litlum bita sem staðsettur er fyrir ofan ísskápinn í eldhúsinu – hrikalega flott! Það eru líklega margir sem hefðu kosið ljósara gólfefni en mikið fer það vel við dökku húsgögnin og allt þarna inni passar svo fullkomnlega saman.

 12-paris-styling-700x1049

  24-paris-styling-700x46720-paris-styling-700x467

Takið hér eftir flottu loftljósunum í eldhúsinu, þessi einföldu! Þarna sést einnig hversu vel það kemur út að hengja upp myndir á ólíklegum stöðum.

   28-paris-styling-700x46709-paris-styling-700x104913-paris-styling-700x1049

  27-paris-styling-700x1049

Ég get alveg gleymt mér að horfa á þessa myndaveggi, og marokkósku flísarnar setja punktinn yfir i-ið.

07-paris-styling-700x104915-paris-styling-700x467

Dökk og stór viðarhúsgögn hafa ekki verið of áberandi undanfarið, en sjáið hvað svona klassísk húsgögn njóta sín vel í réttu umhverfi. Hringlaga spegillinn léttir örlítið á ásamt látlausri skreytingu ofan á skenknum.

16-paris-styling-700x467

– Bara passa að festa rammana vel ef það á að hengja upp fyrir ofan rúm! EOS ljósið er síðan alltaf jafn fallegt og er mögulega eitt vinsælasta svefnherbergja ljósið um þessar mundir:)

23-paris-styling-700x104904-paris-styling-700x104903-paris-styling-700x467

Myndir: Alice Johansson Stílisering: Pernilla Algede fyrir Alvhem

Það fallegasta sem ég hef séð í langan tíma ♡

// P.s. ég kíkti í dag í heimsókn á Snapchat á vinnustofuna hjá hönnuðinum Steinunni Völu – Hring eftir hring. Ef þið hafið áhuga þá er ykkur velkomið að fylgjast með þar.

svartahvitu-snapp2-1

BÓHEMÍSKT & FALLEGT

BarnaherbergiEldhúsHeimili

Það er aldeilis kominn tími á nýtt innlit og þetta hér að neðan er alveg æðislegt og svo mikið af skemmtilegum hugmyndum að finna og vel hugsað út í smáatriðin. Stíllinn er afslappaður með smá bóhemísku ívafi, þarna má finna uppstoppaða fugla, fallega hönnun og nóg af gömlum hlutum með sál. Ég er mjög hrifin af svona forvitnilegum heimilum, það er jú nóg að skoða þarna inni og ég er þegar búin að rýna vel í myndirnar, skoða skrautið á eldhúsveggnum, ljósaskiltið í svefnherherberginu og telja alla glerkúplana, jú þeir eru nefnilega sex talsins. Hér býr smekkkonan Karoline Vertus sem hefur augljóslega mjög gaman af því að nostra við heimilið.

Miloii1 Miloii2Screen Shot 2016-04-09 at 13.22.46 Miloii3 Miloii4 Miloii6 Miloii9 Miloii91 Screen Shot 2016-04-09 at 13.21.24Stílisti: Emma Persson / Myndir : Andrea Papini

Ég væri gjarnan til í að sjá meira frá þessari íbúð, þá meira frá svefnherberginu, baðherberginu og af ganginum. Það vekur athygli mína að það eru nokkuð ólík gólfefni í hverju rými og þónokkuð margar gólfmottur sem gefa heimilinu mjög hlýtt yfirbragð. Motturnar og flísarnar eru í þessum “marokkóska” stíl sem smellpassar algjörlega við þennan heimilisstíl. Ég gæti vel hugsað mér eina slíka mottu ásamt svona pallíettuábreiðu sem liggur á rúminu… ásamt nokkrum öðrum hlutum:)

Hvernig lýst ykkur á þetta heimili?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

UPPÁHALDS INSTAGRAM: BOHEMDELUXE

Heimili

Screen Shot 2015-12-28 at 16.06.53Þá er það síðasta færsla ársins og fyrir valinu varð enn ein instagramsíðan sem ég held uppá. Í þetta skiptið er það hjá henni Jenny hjá Bohem deluxe en nafnið segir líklega allt sem segja þarf. Jenny starfar sem innanhússstílisti og því er öllum hlutum og húsgögnum afar smekklega raðað á þessu heimili.  Fínn innblástur svona í lok árs, er ekki janúar annars mánuður breytinga og tiltekta? Það er að minnsta kosti skráð í dagatalið mitt!

Screen Shot 2015-12-28 at 16.01.20Screen Shot 2015-12-28 at 16.05.37 Screen Shot 2015-12-28 at 16.05.18 Screen Shot 2015-12-28 at 16.04.47 Screen Shot 2015-12-28 at 16.04.16 Screen Shot 2015-12-28 at 16.04.04 Screen Shot 2015-12-28 at 16.03.51 Screen Shot 2015-12-28 at 16.03.31Screen Shot 2015-12-28 at 16.07.54 Screen Shot 2015-12-28 at 16.02.54 Screen Shot 2015-12-28 at 16.01.58 Screen Shot 2015-12-28 at 16.01.53 Screen Shot 2015-12-28 at 16.01.34Screen Shot 2015-12-28 at 16.07.14Screen Shot 2015-12-28 at 16.00.50

Allar myndir fengnar að láni frá @bohemdeluxe

Vill svo einhver benda Farmers Market fólkinu á það að hefja framleiðslu á hlébarða ullarpúðanum á efstu myndinni, þeir ættu líklegast að eiga einhverja afganga af hlébarðapeysunum þeirra frægu! Þetta heimili er annars algjör draumur í dós, eða iittala krukku ef því er að skipta. Smekkkona með meiru sem býr þarna… hehemmm best að taka örlítið til í dag:)

Ég vona að kvöldið uppfylli allar ykkar væntingar og að þið eigið gleðileg áramót í faðmi fjölskyldu og vina. Heyrumst aftur á nýja árinu!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

NÝTT UPPÁHALD: RÖKKURRÓS

BúðirFyrir heimiliðPlagöt

Ég reyni dálítið að hafa síðuna mína þannig uppbyggða að hún er einfaldlega gott mix af því sem mér þykir persónulega vera áhugavert, og eitt af því eru tips um nýjar og fallegar verslanir. Í dag kíkti ég í fyrsta skipti við hjá Rökkurrós en ég hafði fylgst með þeim á netinu í dálítinn tíma en þau opnuðu loksins verslun fyrir rúmlega viku síðan í Grímsbæ þar sem Petit var áður. Ég fór þangað til að sækja Andy Warhol plakat sem ég hafði pantað mér en ég dauðsá alltaf eftir mínu sem ég hafði selt í einhverju flýti í fyrra svo ég var ekki lengi að ákveða að skella mér á annað þegar þau loksins voru byrjuð að fást á Íslandi. Það verður að viðurkennast að eins gaman það er að versla á netinu þá er alltaf allt annað að geta líka snert og skoðað hlutina og séð þá í umhverfi, og nokkrir hlutir þarna komu mér skemmtilega á óvart sem ég hafði áður séð í annaðhvort innlitum eða á vefsíðunni þeirra.

12325622_10154358006688332_400861167_o 12315021_10154358006463332_396935635_o 12318453_10154358005973332_793729817_o 12318337_10154358007128332_1405420702_o

Love Warrior myndirnar heilla mig alveg uppúr skónum.

12315309_10154358007228332_1008577732_o

Það munaði mjög litlu að ég hafi nælt mér í nokkur svona jóla-hreindýraskraut en mundi svo að ég er að spara…

12318461_10154358006268332_953478123_o12318172_10154358005663332_526765257_o

 Hversu fínt?

P.s. ég er að undirbúa trylltasta gjafaleik sem hefur komið inn á þetta blogg… ég mæli með að fylgjast vel með:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211