fbpx

ÆVINTÝRALEGT BARNAHERBERGI

Barnaherbergi

Í dag ætla ég að deila með ykkur ævintýralega fallegu barnaherbergi sem veitir innblástur. Það er mikið að gerast í þessu litla herbergi, sterkir litir, mikið af fallegum leikföngum og skrautmunum, áberandi veggfóður og mikill textíll. Skoðum samt hvað útkoman er falleg og notaleg án þess að vera yfirþyrmandi að mínu mati. Barnaherbergið er í eigu dóttur Elin Wallen, stílista og sviðshönnuðs – sem útskýrir að mörgu leyti hversu fallega skreytt barnaherbergið er.

Myndir : StudioElwa.se

Ég mæli einnig með að fylgjast með henni á instagram þar sem hún deilir dásamlega fallegum myndum af heimilinu ásamt lífi og tilveru @StudioElwa.

Myndir @StudioElwa

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÓSKALISTINN // MARS