fbpx

ÓSKALISTINN // MARS

Óskalistinn

Óskalistinn að þessu sinni er mjög Svönulegur ♡

Á morgun verða smá breytingar hjá mér þegar ég fæ afhenta vinnustofu sem ég kem til með að nota undir ýmisleg ólík verkefni, ég get hreinlega ekki beðið eftir að skipta um vinnuumhverfi og kynnast nýju frábæru og skapandi fólki. Ég nýtti brot af deginum að týna til hér heima hluti sem fá að fylgja mér á vinnustofuna til að gera örlítið huggulegt – flest allt þó hlutir sem ég kem til með að nota að sjálfsögðu.

Ég settist upphaflega við tölvuna til að skoða vinnulampa og eitt leiddi að öðru – þessi listi varð til ♡ Ég viðurkenni að ég er bálskotin í nýja bleika Múmínbollanum sem var að koma út, kallast Ósýnilega barnið Ninny. Hann kemur líklega til að vera vinnustofu bollinn minn. En ein evra af hverjum seldum Ninny bolla (og nýja Múmínsnáðabollanum) hér á landi árið 2019 mun renna til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Á vafri mínu svo á iittala síðunni sá ég þann allra fallegasta lit af Aalto vasanum sem ég hef augum litið! Vasann hef ég enn sem komið er ekki séð í verslunum hér heima – vonandi væntanlegur. Ég bráðna niður í gólf þessi fjólublái litur er svo geggjaður.

 

// 1. Bitz stell í bleiku. Bitz fæst m.a. í Bast & Snúrunni. // 2. Sæti nýji Múmínbollinn – elska þennan! Fjölmargir sölustaðir Múmín, m.a. Kokka & Epal. // 3. Marmarastjaki – vasi frá Fólk Reykjavík er enn ekki orðinn minn en mun verða það, er svo skotin í vörunum þeirra. Fæst m.a. í Kokku & Epal. // 4. Alvar Aalto collection vasi – iittala.com // 5. Eilífðarrós frá Abigail Ahern – ég elska möguleikann að hafa gerviblóm í vasa allan ársins hring. Fæst í Dimm. // 6. Wrarrr þessar mottur eru svo æðislegar – fullkomnar í barnaherbergið. Fæst í úrvali hjá Purkhús. // 7. Stór skál – fat frá Bitz sem ég held svo uppá. Flott í matarboðið. Fæst m.a. í Bast & Snúrunni. // 8. Stílhreinn borðlampi, þessi væri æði á vinnustofuna. Fæst í Dimm.

Ég væri svo sannarlega til í að eiga allt á þessum lista.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

KVENLEGT & FÁGAÐ Á 34 FERMETRUM

Skrifa Innlegg