fbpx

KVENLEGT & FÁGAÐ Á 34 FERMETRUM

Heimili

Ímyndum okkur í stutta stund að þetta væri heimilið okkar – og svona væri inngangurinn. Ótrúlegt en satt þá er íbúðin ekki nema 34 fermetrar en hver og einn fermetri vel nýttur og úthugsaður. Fágað yfirbragð sem tónar vel við byggingarstílinn og falleg hönnun sem skreytir heimilið, uppáhalds Vertigo ljósið mitt frá Haf Store trónir yfir stofunni ásamt Mantis veggljósinu vinsæla.

Sjá þennan glæsilega stigagang.

Bleikir og mjúkir tónar í stofunni sem er stílhrein og nóg af textíl sem gerir allt svo hlýlegt. Mantis veggljósið frá Lumex er fallegt.

 

Vertigo kemur sérstaklega vel út þar sem svona hátt er til lofts – eitt af mínum uppáhalds ljósum.

Ég er sérstaklega hrifin af því að hafa spegil á hilluveggnum í eldhúsinu sem er annars í minni kantinum og gefur spegillinn tilfinningu um aukið rými.

Svönubleikt og fínt lítið svefnherbergi –

Myndir // Alexander White fasteignasala

Þessi stíll hentar mér persónulega mjög vel, ég hrífst af kvenlegu yfirbragði, dýramynstur hitta mig beint í hjartastað og bleiki liturinn á mig að eilífu. Alveg án þess að ætla að vera dramatísk! Hvernig finnst ykkur þessi?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SÆNSKT SJARMATRÖLL

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sigrún Víkings

    24. March 2019

    íbúðin er æði EN stigagangurinn og útidyrahurðin! VÁ VÁ VÁ!!!