fbpx

JÓLABLÓMIÐ: HÝASINTA

Fyrir heimiliðJól

Eruð þið ekki öll orðin klár fyrir fyrsta sunnudag í aðventu sem er á morgun? Hér var jólakassinn dreginn fram í dag og ýmislegt týnt upp úr honum, ég fékk reyndar afar góða aðstoð frá syninum og kettinum mínum þar sem allt skraut endaði á gólfinu, -sjá hér. Aðventukertastjakinn er kominn á sinn stað og í dag keypti ég mér einnig hýasintur, jólablómið sjálft að margra mati. Það er dálítið gaman að því hvernig jólin leggjast misjafnt í fólk, sumir skreyta allt hátt og lágt á meðan að aðrir gætu látið hýasintur og nokkur kertaljós duga fyrir jólaandann. Ég uppgötvaði hýasintur ekki fyrr en í hittifyrra þegar ég vann í verslun um jólin og þetta blóm var í hverju horni og núna er það orðið ómissandi partur af jólunum og er bæði fallegt í borðskreytingu eða í litlum vasa uppi á hillu. Blómið fæst að sjálfsögðu í öllum blómaverslunum ásamt mörgum matarverslunum.

be82e1b257fe944c9cf5207d4c40a7009b903e3757a9732c7d913cedb82dd01d 328a04f4f74b8cbb5d48315263720002

Ert þú byrjuð/aður að skreyta?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

HÉR EIGA TRENDIN HEIMA

Skrifa Innlegg