fbpx

DIY FATAHENGI FYRIR BÖRN

BarnaherbergiDIYIkea

Fatahengi fyrir börn er líklega eitt af því sem má deila um hvort sé góð hugmynd en þrátt fyrir það er þessi útgáfa af mini fatahengi í anda þess sem HAY framleiðir frekar skemmtileg. Það er bloggkollegi minn hún Frida hjá Trendenser sem minnti á þetta skemmtilega DIY sem hún gerði í fyrra og ég má til með að deila því áfram með ykkur. HAY fatahengið hefur notið mikilla vinsælda og hér má sjá barnafatahengi í anda þess gert úr ódýrum Lerberg búkka frá Ikea – sem kostar undir þúsund krónum!

Samsett mynd frá Trendenser.se ásamt mynd frá Pinterest af HAY fatahengi

Einfalt og ódýrt Ikea Hack eins og þau gerast best!

♡ Fylgist endilega með á instagram @svana.svartahvitu 

DRAUMA ANTÍK KAUP

Skrifa Innlegg