fbpx

JÓLAINNLIT HJÁ IKEA

HeimiliIkea

Við fjölskyldan kíktum í Ikea í vikunni til að kaupa piparkökuhús – þó svo að eitt og annað læðist alltaf líka með. Ég er alltaf jafn hrifin af jólunum hjá þeim, jólaskreytingarnar eru sérstaklega fallegar og svo nældi ég mér líka í svartan innpökkunarpappír, ég er hrifnust af einföldum jólapappír sem er svo skreyttur með borðum og fleiru. Eftir að ég kom heim var það fyrsta sem ég gerði að kíkja inn á Livet Hemma Ikea síðuna sem ég held svo mikið upp á og fann þar þetta fallega jólalega innlit. Það er reyndar ekkert jólatré að þessu sinni, enda fæst ykkar komin með tréð upp. En ljósaseríur, stjörnur og grænar greinar gefa líka jólastemmingu.

Aðeins 16 dagar til jóla svo það er alveg tímabært að við “jólum” yfir okkur.

Myndir via Ikea Livet hemma 

Ég er sérstaklega hrifin af gærupúðunum sem er partur af vetrarlínunni í ár og takið svo eftir hvað himnasængin er falleg skreytt með seríum, einfalt en rómantískt ♡

LITUR ÁRSINS 2018!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Edda

    15. December 2017

    SVARTÁHVÍTU Rokkar ;)