fbpx

HEIMILI MEÐ ELDHÚS SEM FÉKK VERÐLAUN FYRIR FEGURÐ SÍNA

Það eru ekki öll eldhús sem hljóta verðlaun fyrir fegurð sína, en þetta hér gerir það svo sannarlega.  Verðlaunaeldhúsið sem um ræðir er glæsilegt og kemur úr smiðju Nordiska kök sem hefur hlotið verðlaun fyrir hönnun sína og kosinn framleiðandi ársins árið 2018 af sænska Residence tímaritinu. Eldhúsin eru sérsmíðuð úr vönduðum efnum, og það sést langar leiðir að hér skipta gæðin öllu máli. Sjáið svo hvað marmaraklædd eyjan er glæsileg á móti súkkulaðibrúnum viðnum. Í öðrum fréttum þá er þetta heimili til sölu og þykir nokkuð eftirsóknarvert að eignast heimili með slíku eldhúsi. Kíkjum í heimsókn –

Myndir : Bjurfors.se

Fallega heimili – eigum við að kaupa?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

PÁSKASKREYTINGAR AÐ HÆTTI ÞÓRUNNAR HÖGNA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svala

    13. April 2019

    Já takk!
    Rosalega fallegt heimili!