fbpx

EKKI HEIMILI EINS OG “ALLIR EIGA” …

Heimili

Ég horfði á svo skemmtilegan þátt í gærkvöldi, Bætt um betur með Kára Sverriss og Ragnari Sigurðssyni og VÁ það er alveg hægt að fara á flug í heimilispælingum eftir svona þátt – sem ég mæli heilshugar með að kíkja á. Fersk þáttagerð og nýjar faglegar nálganir, falleg heimili og fróðleikur. Fyrsti viðmælandi þáttarins hún Ragna Lóa var skemmtileg og hennar heimilishugmyndir að vilja aldeilis ekki vera eins og “allir aðrir” og heimilið var alveg sér á báti en þó flott og hressandi og margt óhefðbundið þar að finna. Ég fékk margar góðar hugmyndir eftir þáttinn og eitt af því var að byrja að hugleiða hvernig við náum að bæta baðherbergið á okkar heimili fyrir lítinn pening. Meira um það síðar – en núna ætlum við að skoða mjög skemmtilegt heimili þar sem stíllinn er einstakur og aldeilis ekki “eins og allir hinir”. Smart hönnun í hverju horni, persónulegur stíll, listaverk á veggjum og mikil litagleði einkennir heimilið.

Kíkjum í heimsókn,

Ég elska óhefðbundna litasamsetninguna í stofunni, ljósblár hægindarstóllinn er í aðalhlutverki og blár AJ gólflampi á móti gulum sófanum en það er ljósbleika mottan sem tengir þetta allt saman svo úr verður ein falleg heild.

Það eru hönnunaríkon í hverju horni, Vitra Akari gólflampi, Melt ljós eftir Tom Dixon og Verner Panton Globe í eldhúsinu. Snoopy frá Flos og Flowerpot borðlamparnir eru einnig til skrauts á heimilinu.

 

Litrík Montana eining með bleikum hliðum, bláum og gulum frontum og rauðu gleri ofan á nýtur sín vel í eldhúsinu og er að sjálfsögðu mjög litrík eins og restin af heimilinu.

Sjáið hvað litlu smáatriðin geta lyft mjög svo hefðbundnu baðherbergi á annað “level” með smá litum og vel völdum skrautmunum.

Fjólublá sængurföt fyrir litríka – ég elska þennan lit!

Myndir : Historiska Hem

Og að lokum eru það flísarnar í forstofunni sem virðast hafa verið lakkaðar og kemur svona hrikalega vel út. Ódýr og sniðug lausn til að breyta með litlum tilkostnaði.

Æðislegt heimili með persónulegum stíl og nóg af litum. Hvernig finnst ykkur svona óhefðbundið heimili? Smelltu endilega á like-hnappinn til að segja þína skoðun!

 

IITTALA MATARSTELL Á 20% AFSLÆTTI Á KRINGLUKASTI

Skrifa Innlegg