fbpx

IITTALA MATARSTELL Á 20% AFSLÆTTI Á KRINGLUKASTI

HönnuniittalaSamstarf

Það er skemmtilegra að leggja á borð þegar borðbúnaðurinn er smart og það er einnig gaman að eiga diska og/eða skálar í nýjum litum eða ólíku mynstri til að geta breytt stílnum á einfaldan máta. Matardiskarnir sem ég legg yfirleitt núna á borð með eru hvítir og svo get ég poppað þá upp með bleikum Teema skálum en svo á ég einnig til svarta Bitz og glæra Kastehelmi diska sem er gaman að geta gripið í til að leggja á borð. Fyrsta matarstellið sem ég keypti mér tvítug var í mjög litríku mynstri sem ég svo seldi þegar ég vildi eignast diska í einfaldari stíl – en í dag veit ég að það má aldeilis eiga fleiri en eina tegund matardiska til skiptanna og ég hefði ekki þurft að selja stellið. Svo lengi lærir sem lifir;) 

Það er gaman að fá að segja ykkur frá því að núna er borðbúnaður frá Iittala á 20% afslætti í ibúðinni á Kringlukasti sem gildir til 7. mars. Ég tók saman nokkrar fallegar stemmingsmyndir af fallegum stellum frá Iittala; Teema, Taika, Raami, Arctica, Origo og Oiva Toikka. Þú getur skoðað úrvalið með því að smella hér ♡

Myndir : iittala 

 

MJÚKIR TÓNAR & LOÐNAR MOTTUR

Skrifa Innlegg