fbpx

ÆVINTÝRALEGT HEIMILI MEÐ LITRÍKUM GARDÍNUM OG LOÐNUM MOTTUM

Heimili

Þetta er eitt af þessum heimilum sem við skoðum saman sem erfitt verður að gleyma – hér býr sænski súperstílistinn Marie Olsson Nylander en snemma á árinu 2020 sáum við nokkrar myndir af heimilinu hennar – hér á blogginu –  og það gladdi mig mikið að fá loksins að sjá restina af stórkostlega heimilinu hennar sem nú er til sölu.

Hér má sjá ótrúlega skemmtilegt úrval af innbúi, þekktar hönnunarvörur í bland við antík og listmuni, sófar frá Ligne Roset og Edra, ljós eftir Verner Panton, Ingo Maurer og Castiglioni til að nefna fáa. Nýtt í bland við gamalt, skínandi í bland við rustic og útkoman verður ekkert nema frábær – persónuleg – litrík og hrikalega djúsí.

Ellefu herbergi á fjórum hæðum, kíkjum í heimsókn!

Gult húsið er eins og klippt úr ævintýri en hér hafa verið banka og ræðisskrifstofur ásamt matvöruverslun áður en það varð að einkaheimili.

Myndir // Fastighetsbyran

Er þetta ekki algjört augnakonfekt!? Punktum nú niður nokkrar skemmtilegar hugmyndir í hugann sem hægt er að útfæra á okkar eigin heimili. Liti, áferð eða jafnvel draumahluti sem setja má á óskalistann.

FALLEGUR MYNDAVEGGUR Í NOTALEGRI STOFU

Skrifa Innlegg