fbpx

LITRÍKT HÖNNUNARHEIMILI ÁHRIFAVALDS VEKUR ATHYGLI

HeimiliHönnun

Þetta hönnunarheimili á eftir að heilla ykkur uppúr skónum. Hér býr sænski áhrifavaldurinn Margaux Dietz en hún hefur m.a. hlotið viðurkenningu frá sænska Elle sem “áhrifavaldur ársins” og einnig unnið verðlaun fyrir “video ársins” en þar sýndi hún á Youtube frá fæðingu sonar síns (og aðdragandanum frá því hún missti vatnið í Seven Eleven). Bara svona rétt að segja ykkur hvað býr stundum að baki orðsins “áhrifavaldur” haha.

En aftur að heimilinu sem hélt mér andvaka í nótt. Margaux hefur gott auga fyrir fallegri hönnun og hér má sjá nokkur klassísk ljós eins og Pipistrella lampa á stofugólfinu, AJ gólf – og vegglampa, Ph5 ljós, rauðan 265 vegglampa, Georg Nelson Bubble lamp yfir eldhúsborðinu, Panthella og listinn heldur áfram. Ég verð þó að viðurkenna að eftir að mér tekst ekki að koma nafni á glæsilega stofuljósið og er það ástæðan að ég gat ekki fest svefn í gær haha. Það minnir á bæði Zeppelin eftir Marcel Wanders og Viscontea eftir Aschille Castiglioni (bæði Flos) en er þó hvorugt. Ég óska því eftir öðrum hönnunarnördum að gefa sig fram og upplýsa mig – takk!

*UPPFÆRT þökk sé snilldarlesendum þá er ljósið frá engum öðrum en Normann Copenhagen eftir Simon Legald 2019. Ný hönnun en klassískt útlit. 

Hér hefur þó hún Margaux aðeins búið í um tvö ár en sjá má myndir hér af fyrra heimili hennar og segja má að það sé töluvert breytt á þessum stutta tíma, en öll húsgögnin virðast vera ný – sem er viss nálgun að skapa sér heimili þó ég hallist frekar að því að safna vönduðum húsgögnum yfir lengri tíma.

Kíkjum í heimsókn –

Eldhúsið er sérstaklega smart, takið eftir hvað það kemur vel út að hafa koparlitaða spegla á milli innréttingarinnar. Ég gæti vel hugsað mér að leika þetta eftir.

Ljósið sem ég óska eftir upplýsingum um;)

Myndir : Unikfast

Dásamlegt heimili ekki satt? Spegillinn eftir Gustaf Westman setur sinn svip á stofuna en í dag er varla hægt að fletta hönnunartímariti og sjá ekki annaðhvort spegil eða borð eftir kauða sem er að gera allt vitlaust í tísku og hönnunarheiminum með óvenjulegri og litríkri hönnun sinni.

Hvað finnst ykkur?

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI // ÁLFTAMÝRI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hanna

    1. September 2020

    Það er alþekkt í svona innlitum, allavega hér í Danmörku og reikna með restinni af heiminum að húsgögnum sé skipt út fyrir svona myndatökur. Það er oftar enn ekki auglýsing að baki. Stundum eru t.d ljós hreinlega photshoppuð og skipt út fyrir önnur. Hvort sem heimilis fólki líkar betur eða verr.
    Þetta er gott að hafa á bakvið eyrað ef fólk er þjakað af minnimáttarkennd yfir að eiga ekki allt það sem er “trendy” á líðandi stundu;)

    • Hanna

      1. September 2020

      Og kanski ástæðan fyrir að heimili hennar hafi breyst svo mikið á tveimur árum eins og þú nefnir.