fbpx

INNBLÁSTUR // SVEFNHERBERGI

Svefnherbergi

Svefnherbergið okkar hefur setið á hakanum í langan tíma en núna er loksins komið að því að klára að gera það tilbúið. Ég bíð spennt eftir að setja upp fallegar síðar gardínur, hengja myndir á veggi og finna nýtt náttborð og rúmteppi svo það verði örlítið huggulegra herbergið. Fyrir utan skreytingarnar þá vantar einnig lista og sólbekk í gluggann eftir að við fengum nýja glugga. Þau eru jú ófá verkefnin á þessu heimili en mikið sem það er gaman að sjá heimilið hægt og rólega verða tilbúið. Eini mínusinn við að fara hægt í framkvæmdir verð ég þó að segja að núna finnst mér helst vera kominn tími á að mála í herbergið í nýjum lit þar sem ég er að verða leið á þeim sem við erum með núna haha. Svo myndi ekki skemma heldur fyrir að skipta út loftljósinu…

Hér eru nokkrar myndir sem ég hef pinnað í svefnherbergis möppuna mína á Pinterest – 

Myndir via Svartahvitu Pinterest

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

PASTELDRAUMUR // MONTANA BAÐHERBERGI

Skrifa Innlegg