fbpx

UMHVERFISVÆNSTA RÚMIÐ (& FALLEGASTA) Í HEIMINUM – VIÐ VÖLDUM ÞETTA

Fyrir heimiliðHönnunSamstarf

Það eru núna komnar nokkrar vikur frá því að ég sagði ykkur frá rúmapælingunum mínum og fjallaði ítarlega um hollenska rúmaframleiðandann Auping sem heillaði mig svoleiðis alla leið upp úr skónum að það kom ekki annað til greina en að velja rúm frá þeim. Í samstarfi við Auping & Epal mun ég halda áfram að kynna fyrir ykkur rúmið sem við völdum ásamt þeim möguleikum sem í boði eru. 

Núna loksins get ég sagt ykkur frá því að rúmið sem varð fyrir valinu hjá okkur er Essential rúmið frá Auping, sem er það umhverfisvænsta í öllum heiminum – og að mínu mati það allra fallegasta!

Essential er fyrsta 100% endurvinnanlega rúmið í heiminum og hægt er að fá rúmið í 10  fallegum litum og hægt að bæta við hefðbundnum eða bólstruðum höfðagafli með val um 95 efni! Og vá hvað það var gaman að para saman litina og spá í hvað passar best saman. Hvort sem þig langar í hvítt rúm, svart, bleikt, grænt eða jafnvel blátt þá munt þú finna litasamsetningu sem þú elskar, hvort sem hún er óhefðbundin og litrík eða hefðbundin í klassískum litum.

Smelltu hér og prófaðu að setja saman þitt Essential rúm í litum að eigin vali – 

Hvert rúm er sérsniðið fyrir hvern og einn viðskiptavin, með ótal möguleikum varðandi dýnur, áklæði, liti, aukahluti og allt útlit rúmsins og hefur Essential rúmið hlotið IF og Red Dot hönnunarverðlaunin sem er ein virtasta viðurkenningin sem hægt er að hljóta – dálítið eins og að vinna Óskarinn.

Þegar kom að því að velja dýnu þá hafði ég lesið mér til um splunkunýju Evolve dýnuna sem er fyrsta endurvinnanlega dýnan í heiminum og vakti hún mjög svo áhuga minn. Hægt er að velja um nokkrar tegundir af Auping dýnum, svo allir geta fundið eina við sitt hæfi, en Evolve var eitthvað sem okkur langaði mikið að prófa enda mjög svo framúrstefnuleg nýsköpun. Ég mun að sjálfsögðu gefa ykkur fréttir þegar við erum búin að prófa dýnuna í nokkrar vikur.

Rúmið sem ég valdi er í fallegum ljósum lit með bólstruðum höfðagafli og er með fljótandi náttborðum. Það er einnig stillanlegt svo ég gæti hreinlega hugsað mér að búa í því allan daginn, enda hef ég aldrei kynnst slíkum þægindum áður. Ég valdi rúmið með það í huga að eiga það alla ævi, enda gæðin slík að það mun án efa rætast. Öll umgjörð og hönnun rúmsins er einstaklega glæsileg og í raun engu lík. Sem er akkúrat það sem Auping stendur fyrir ♡ 

Meðfylgjandi eru myndir af Essential rúminu í ólíkum litum, næst mun ég sýna ykkur rúmið mitt.

Sjá fyrri færslu um Auping hér “Draumarúmið frá Auping, hvað verður fyrir valinu?”

Myndir frá Instagram @aupingscandinavia og Auping.com // samstarf

Ég get hreinlega ekki beðið eftir því að sýna ykkur rúmið hér heima, ég horfi á það alla daga og er alltaf jafn undrandi hversu ótrúlega fallegt það er. Á nokkrum myndum hér að ofan þá sést vel hvað hugsað er út í öll smáatriði í Essential rúminu en hægt er að bæta við hækkun við fæturnar, annaðhvort í sama lit eða öðrum lit og rúmið er í. Ég valdi hækkun í sama lit og grannir og háir fæturnir á rúminu gera heildina svo einstaklega elegant. Þrátt fyrir fínlega hönnun rúmsins er það ótrúlega sterkbyggt. Essential rúmið er um 50 cm á hæð og með hækkun verður það um 57 cm á hæð. Rúmgrindin er gerð úr 87% endurunnu áli á meðan náttborðin ásamt höfðagafli eru úr við.

Það sem er einnig merkilegt við rúmið er að rúmbotninn er úr einskonar fléttuðu stálneti sem er bæði ótrúlega sterkt og er einnig 80% opið sem veitir dýnunni ótrúlega góða loftöndun sem veitir dýnunni enn lengri líftíma – og það er einnig hægt að snjallvæða rúmbotninn. Ég elska hvað Auping hugsar út í minnstu smáatriðin til að niðurstaðan sé alltaf sem allra best fyrir bæði umhverfið og notandann.

Eins og áður hefur komið fram þá er ég í samstarfi við Auping og Epal sem er söluaðili Auping á Íslandi. Nýlega kom fyrsta Essential rúmið í sýningarsal Epal og því hægt að kynna sér rúmið enn betur og prófa að liggja í því ásamt því að skoða alla litina sem í boði eru, sem eru ótrúlega margir!

Fyrir frekari upplýsingar þá mæli ég með að skoða heimasíðu Auping eða koma við í sýningarsal Auping í Epal Skeifunni.

Þangað til næst,

ÓSKALISTINN: MARS

Skrifa Innlegg