fbpx

SVEFNHERBERGIÐ GERT FÍNT & HVERNIG AUPING RÚMIÐ HEFUR REYNST OKKUR

PersónulegtSamstarfSvefnherbergi

Verkefni helgarinnar var að gera smá huggulegt hér heima en eftir langt sumarfrí hjá krökkunum (sem stendur enn) þá var nánast enginn hlutur enn á sínum stað og jafnvel ekki verið búið um rúmið frá því í byrjun júní. Ég er svo ótrúlega ánægð með svefnherbergið okkar í dag og loksins er allt að verða eins og það á sér að vera – þá meina ég m.a. að loksins settum við lista á gólfið og í kringum hurðina… góðir hlutir gerast hægt er tugga sem ég þarf reglulega að minna mig á:) Það væri þó gaman að hengja mynd/ir á vegginn fyrir ofan rúmið og er ég núna með augun opin í leit að þeirri einu réttu – sjáum hvað kemur úr þeirri leit!

Núna hef ég verið að prófa Essential rúmið frá Auping (samstarf) síðan í vor sem hefur svoleiðis farið langt fram úr öllum væntingum sem ég hafði. Það er ekki bara ótrúlega fallegt en það er einnig það umhverfisvænsta í öllum heiminum – og einstaklega þægilegt. Okkar rúm er í ljósum lit með höfðagafl í stíl, mér finnst gaman að hafa rúmið sjálft svona stílhreint og geta því leikið mér með stílinn á herberginu á einfaldan hátt með rúmfötum og púðum í mismunandi litum. Núna er smá bleikur fílingur eins og mér er einni lagið.  / Samstarf við Auping & Epal. 

Essential er fyrsta 100% endurvinnanlega rúmið í heiminum og hægt er að fá rúmið í 10 fallegum litum og hægt að bæta við hefðbundnum eða bólstruðum höfðagafli með val um 95 efni! Ég valdi Essential rúm í ljósum lit með bólstruðum höfðagafli og það er einnig stillanlegt svo ég gæti hreinlega hugsað mér að búa í því allan daginn, enda hef ég aldrei kynnst slíkum þægindum áður. Rúmið vekur mig á morganna (!) með því að reisa mig upp sem er ótrúlega flott viðbót við annars frábært rúm, en það er með Auping Smart base botninum sem hægt er að tengja í símann. Skal segja betur frá því næst!:) 

“Allt sem er bleikt bleikt finnst mér vera fallegt…”

Þar sem að börnin okkar eru enn á þeim aldri að koma oft uppí til okkar þá fékk ég þær ráðleggingar hjá Auping að prófa að samstilla rafmagnsbotnana svo þeir hækka og lækka samtímis, það hefur reynst okkur ótrúlega vel og því engin hætta að fari illa um það barn á meðan kúrt er á milli (sú yngri haha). Það er svo lítið mál að aftengja samstillinguna og þarf þá bara að setja nýja hlíf yfir dýnurnar tvær en núna erum við með þær inni í einni hlíf svo þetta er sem ein dýna en þó hvor um sig sérvalin eftir okkar líkama og þörfum. Ég mæli klárlega með að skoða þennan möguleika:)

Ég elska hvað hönnunin á Essential rúmunum er stílhrein og létt og fellur rúmið algjörlega inn í hvaða heimilisstíl sem er. En til að skoða alla litina sem í boði eru – smelltu þá hér – 

/ Samstarf við Auping og Epal

Það fylgja tvær fjarstýringar með rúminu en ég er einnig með Auping app í símanum sem ég nota oftast til að stilla rúmið og vekjaraklukkuna sem lætur rúmið vekja okkur.

/ Samstarf við Auping og Epal

/ Færslan er unnin í samstarfi við Auping

Hér eru svo svör við nokkrum algengum spurningum sem ég hef fengið:

Rúmið er Essential frá Auping keypt í Epal / Rúmteppið og bleiku púðarnir eru frá Ihanna home / Lampinn er frá Menu (þráðlaus) keyptur í Epal / Ljósið er frá Watt & Weke frá Dimm / Gardínurnar eru frá Z brautum / Samstarf (dimmanlegar yfir og hvítar Voal undir). Fataskápurinn er Pax frá Ikea og hurðirnar einnig – keyptar á útsölu. / Höldurnar eru vegghankar frá Muuto sem ég keypti í Epal. 

Hér að neðan má svo sjá lítið myndband sem ég gerði um helgina:)

Takk fyrir lesturinn ♡

UNDIRBÚÐU LEIKSKÓLATÖSKUNA Á ÚTSÖLUNNI HJÁ NINE KIDS

Skrifa Innlegg