fbpx

UNDIRBÚÐU LEIKSKÓLATÖSKUNA Á ÚTSÖLUNNI HJÁ NINE KIDS

BörnMæli meðSamstarf

Jiminn ég trúi því varla að ég sé byrjuð að undirbúa haustið en þar sem dóttir mín byrjar á leikskóla í lok mánaðar (halelúja) er kominn tími á að undirbúa leikskólatöskuna hvað varðar útifatnað. Það er ekki verra að geta nælt sér í nokkrar flíkur á útsölu en núna stendur yfir útsala hjá Nine Kids í versluninni og í vefverslun þeirra þar sem 40% afsláttur er af völdum fatnaði og fylgihlutum. Hér eru nokkrar flíkur sem ég gæti hugsað mér að næla mér í fyrir mín börn, en ég sá einnig að nokkrar uppáhalds flíkur sem við eigum eru á útsölunni, t.d. hauskúpupeysa sem 7 ára sonur minn elskar og einnig fallegar bleikar blómamynstraðar leggings, bolur og stígvél sem ég keypti í vor á lilluna mína.

Ég get ekki annað en mælt með að kíkja við á þessa veglegu útsölu ♡ Smelltu hér til að skoða betur –

Eftir að ég er búin að undirbúa leikskólatöskuna hjá minni dömu þá skal ég sýna frá innihaldinu ♡

7 LITRÍKAR HUGMYNDIR FYRIR HEIMILIÐ

Skrifa Innlegg