fbpx

AUÐVELT HAUSTFÖNDUR // HURÐARKRANS

HugmyndirPersónulegtSamstarf

Ég held mikið upp á haustin og elska fallegu haustlitina og allar samverustundirnar sem hægt er að finna upp á þá sérstaklega elska ég föndur og allskyns dúllerí með krökkunum. Það er aðeins meiri ró yfir öllu á haustin, að minnsta kosti á okkar heimili (ef ég sleppi að nefna framkvæmdargleðina í húsfrúnni þessa dagana… ), það eru töluvert færri plön en í sumar og framundan er jólatímabilið með sinni dagskrá sem alltaf fylgir. Ég ætla því að njóta þessa tíma í botn með mínu fólki og kem vonandi til með að deila með ykkur góðum hugmyndum.

Ég byrja á að deila með ykkur haustkransinum sem ég gerði fyrir nokkrum dögum síðan og allir geta líka gert hvort sem það sé með efni úr garðinum þínum eða frá nágranna, eða að kaupa í blómabúð. Það mikilvægasta sem þarf er krans, vír og skæri og svo leyfir þú hugmyndarfluginu að ráða för og hleður á kransinn fallegum haustlitum og ég get lofað þér því að útkoman verður falleg.

Ég byrjaði á því að þekja kransinn með lituðum eikarlaufum sem ég klippti af grein og vafði með vír til að festa, svo stakk ég snjóberjum og eucalyptus inní og annaðhvort festi með vír eða tróð fast undir hjá laufblöðunum. Ég fékk mín lauf og kransinn í Samasem (samstarf) en ég hvet ykkur einnig til að nota efni sem er ykkur nær. Næst stefni ég á að prófa að gera krans aðeins með efni úr mínu hverfi eða frá bústaðnum. Ég gerði stuttu síðar krans fyrir mömmu sem ég notaði smá efni frá nágrannagarði, falleg hvít fuglaber en mynd af honum er hér aðeins neðar.

 

Og hér að neðan er kransinn sem ég gerði fyrir mömmu, með eikarlaufum í grunninn, smá eucalyptus og svo bætti ég við fuglaberjum af nágrannatré. Kransinn minn er gerður samdægurs og ég kom með efnið heim og myndin einnig tekin sama dag og því ferskari að sjá, en þeir þorna svona eins og kransinn hennar mömmu sem mér finnst æðislegur.

Ég vona að þetta gefi ykkur hugmyndir af smá haustföndri og góðri samverustund.

Takk fyrir lesturinn og eigið góðan dag ♡

ÞAR SEM STÍLHREIN KLASSÍSK HÖNNUN, SNALLTÆKI NÚTÍMANS & ÍSLENSK LIST MÆTAST

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1