fbpx

ORKIDEUR / TIPS TIL AÐ HALDA ÞEIM Á LÍFI

PersónulegtRáð fyrir heimilið

Orkideur eru einstaklega falleg blóm en hingað til hefur mér ekki tekist vel að halda þeim lengi á lífi. Ég leitaði því til fylgjenda á Instagram um ráð til að halda þeim lifandi og fékk send nokkur góð ráð varðandi hversu oft á að vökva þær.

/ Mynd tekin í Samasem

Til að byrja með þá gladdi það mig að mér var bannað í versluninni að kaupa hefðbundinn keramík blómapott undir Orkideurnar og var vinsamlegast bent á að kaupa glæran pott ef ég ætlaði að halda þeim á lífi. En Orkideurnar og glæru pottarnir eru frá Samasem (fékk í gjöf). Ég fékk augljóslega valkvíða hverja ætti að velja og tók 3 liti sem mér finnst gefa heilmikið líf á heimilið.

Það er þó víst ekki nóg að hafa rétta blómapottinn því það þarf að vökva þessar elskur rétt. Mælt var með því að fylgjast með rótunum í pottinum og plantan er þyrst þegar ræturnar eru grá/silfurlitar. “Aldrei á að hella vatni ofan frá heldur að láta pottinn sitja í vatni t.d. í klst 1x í viku eða eftir því hvernig ræturnar eru. Orkidean er sátt ef ræturnar eru grænar og bústnar og potturinn verður þyngri. Þegar blómin klárast má klippa stöngulinn niður að neðsta auga eða hnúð ef hann er farinn að gulna og fölna. Og nýjir stönglar koma aftur með reglulegu millibili.”

Ráð fengin undir Instagram mynd – smella hér til að sjá- 

GORDJÖSS BLÓMAKLAKAR FYRIR NÆSTU VEISLU?

Skrifa Innlegg