fbpx

NÝTT & FALLEGT Í MIÐBORGINNI // MIKADO HÖNNUNARVERSLUN

Mæli meðVerslað

Um helgina uppgötvaði ég svo fallega verslun á vefnum þegar ég var í leit minni að jólagjöfum fyrir jólagjafahugmynda bloggfærsluna vinsælu en það er hönnunarverslunin MIKADO sem opnaði á fimmtudaginn síðastliðinn. Það var því tilvalið að líta við hjá þeim í dag á leið minni í miðborgina en ég elska að uppgötva nýjar verslanir og þessi er með þeim fallegri. Það eru þeir Einar Guðmundsson og Aron Freyr Heimisson, grafískir hönnuðir sem eru snillingarnir að baki MIKADO – mæli svo sannarlega með því að líta við til þeirra á Hverfisgötu 50, þar sem þeir deila rými með fallegustu blómaverslun landsins, Pastel Blómastúdíó og hér er svo sannarlega hugað að hverju einasta smáatriði og verslunin er sem konfekt fyrir augun.

“M I K A D O er ný hönnunarverslun og sköpunarhús í miðbæ Reykjavíkur undir áhrifum frá Íslandi, Japan og Skandinavíu þar sem fagurfræði, hönnun og prent mætast.”

Ég er mjög spennt að sýna ykkur á næstu dögum falleg plaköt sem fylgdu með mér heim – hönnuð af Einari og ó svo falleg!

Myndir að ofan eru fengnar að láni frá Mikado – myndir að neðan eru símamyndir frá mér.

Einar og Aron eru báðir alveg ofboðslega hæfileikaríkir grafískir hönnuðir og reka jafnframt hönnunarstofuna Brotið blað sem sérhæfir sig í bréfsefni og prentuðu efni fyrir hjónavígslur. Ég vona að þeir geti því litið framhjá mínum grafísku hæfileikum hér að neðan haha;)

Hér má sjá nokkrar spennandi vörur sem ég tók saman úr vefverslun MIKADO. Það sem einkenndi úrvalið voru gæði og fallegt efni og ég átti erfitt með mig að snerta ekki alla hlutina – sumt eins og listaverk hreinlega. Þarna má einnig finna nokkrar ansi forvitnilegar vörur sem aldrei hafa sést áður… reykelsi í formi laufblaða og dásamlegar ilmvatnsolíur svo fátt eitt sé nefnt. Ég get ekki beðið eftir að sjá nýju vörurnar sem eru væntanlegar. Mikado & Pastel Blómastúdíó eru á Hverfisgötu 50.

Þú getur fylgt MIKADO á Instagram @mikado.reykjavik & Facebook hér.

YFIR 50 FALLEGAR JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN

Skrifa Innlegg